Orðstír

Orðstír okkar er í stórhættu.

Hér eigum við ekki að láta vaða yfir okkur. Það er það sem Gordon Brown reiknaði með. Hann bjóst við því að við værum of máttvana til að verjast óknyttum hans. Við eigum að snúa vörn í sókn með öllum tiltækum ráðum. Hér eru nokkur:

Að mínu mati eigum við alls ekki að láta Breta sjá um loftvarnir okkar. Við eigum jafnvel að láta í það skína að við séum að velta fyrir okkur úrsögn úr Nató, á grundvelli þess að ein bandalagsþjóð hafi snúist gegn okkur með hryðjuverkalögum. Við eigum að halda áfram að gæla við Rússana, enda hlýtur það að ergja aðrar Natóþjóðir. Við eigum að setja okkur í samband við höfuðandstæðing Gordons Browns, Cameron, sem væri líklegur til að vilja sýna hvaða eðli Brown hefur að geyma.

Við eigum alls ekki að beygja okkur fyrir þessu. Íslendingar eru að fá gríðarlega ósanngjarna umfjöllum í breskum og öðrum evrópskum fjölmiðlum. (Íslenskum reyndar líka finnst mér stundum). Við eigum að bera höfuðið hátt. Almenningur á Íslandi hefur enga ástæðu til annars. Við eigum að berjast fyrir mannorði okkar. Deyr fé, deyja frændur...melblue2[1]

,,Every man dies, but not every man really lives"


mbl.is Óvelkomnar í gæludýraverslun í Glasgow
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er sammála þér að Bretar hafa ekkert að gera hingað með sín drápsvélar.

Ég myndi ekki samt ekki taka þessu of hátíðlega - mér hefur þó nokkrum sinnum verið sýndur dónaskapur í Bretlandi fyrir þá sök að vera þjóðverji. Ég hef nú bara haft pínu gaman af því

Englendingar eiga ekki alltaf sjö dagana sæla í Skotlandi og öfugt.  Írar eiga á hættu að verða fyrir aðkasti stuðningsmanna fótboltafélagsins Rangers.

Sigurjón Þórðarson, 21.10.2008 kl. 23:22

2 identicon

  Og núna erum vid ad fara ad thiggja peninga af theim suss og svei.  Ég held ad Rússa peningar séu thá betri, mikid betri.

Sigridur Hallgrimsdottir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband