Skattskyldar tekjur

Svona gjörningar mega ekki verða látnir afskiptalausir. Hvers konar hókus - pókus stjórn getur gert slíka hluti án þess að kalla til hluthafafund?

Tilgangurinn er hins vegar augljós og hann var að halda uppi gengi bréfa Kaupþings. Bankinn lánar fyrir hlutabréfakaupunum = það verður aukin sala með hlutabréf Kaupþings = gengi og þar með verð hlutabréfanna fellur síður eða rís tímabundið. Almenningur hefur svo séð að gengið væri hætt að falla og byrjað að festa fé sitt í fyrirtækinu, sem býr til sölutækifæri og mögulegan hagnað fyrir þá sem voru nýbúnir að kaupa. Síðan er skuldin felld niður og allir gerðir stikkfrí.

Stórsniðugt! Svo er spurningin hvaða stjórnendur og aðaleigendur seldu sín bréf og notfærðu sér hið tímabundna ris og náðu þannig að búa sér til varaforða fyrir kreppuna.

Segið svo að peningarnir geti ekki vaxið á trjánum!

En þetta má ekki láta afskiptalaust!

Hins vegar er ekki öll von úti. Hér er frétt af vb.is

,,Fréttir af niðurfærslu skulda vegna hlutabréfaviðskipta starfsmanna Kaupþings hafa valdið fjaðrafoki. Áhugavert er að skoða málið út frá skattalegu sjónarhorni.

Ef skuldir starfsmanna Kaupþings, vegna kaupa á hlutabréfum í bankanum, voru felldar niður, gæti það leitt til þess að starfsmenn bankans þyrftu að greiða samtals 15 til 18 milljarða króna í skatt vegna þess á næsta ári. Misvísandi upplýsingar eru um það hvort skuldirnar hafi verið niðurfelldar eður ei.

Hvernig sem landið liggur í þeim efnum er áhugavert að velta fyrir sér skattalegum áhrifum slíkrar niðurfellingar því hér er verið að leika sér að eldinum, ef þannig má að orði komast.

Til þess að útskýra málið þarf að víkja að skattalögum. Niðurfelling skulda starfsmanna bankans væri túlkuð sem laun í öðru formi en hefðbundin launagreiðsla. Hún yrði skattlögð og skattskyld eins og hver önnur laun. Talan 14-18 milljarðar króna er 35,72% af heildarniðurfellingunni, en talið er að starfsmenn Kaupþings hafi skuldað bankanum allt að 40-50 milljarða króna.

Samkvæmt skattalögum ber þeim sem fá eftirgjöf skulda frá vinnuveitanda að telja það að fullu til tekna og vinnuveitanda ber að gera grein fyrir því á launamiða."

Monní monní monní!


mbl.is Yfirlýsingin kom frá forstjóra Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má ekki búast við fjölda-mótmæla fyrir framann Kaupþing.( Hörður Torfa & fjöls. Jóns Baldvins) á þetta starfsfólk ekki að segja upp störfum og hætta tafarlaust?

Hannes (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 10:29

2 identicon

Áttu von á að þessir menn verði skattlagðir ?? Það held ég að verði seint því miður

Guðrún (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 10:34

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skattlagðir? Það væri nær að þeir væru aflagðir.... heflaðir og grafnir með boraðar hnéskeljar og migið ofan í holuna sem þeir verða jarðaðir í... þann dag mun enginn gráta!

Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2008 kl. 11:25

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Já, matarholurnar leynast víða. En ég trúi því ekki að lífeyrissjóðirnir taki tapinu rétt sísvona. Skerðing eftirlauna hefur verð nefnd og menn tóku því tiltölulega þegjandi, en þessi uppákoma breytir stöðunni. Gunnar Páll ætti að fara að krossa sig.

Ragnhildur Kolka, 5.11.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband