Uppsögn EES???

Þetta frumvarp er sennilega með því vitlausara sem hægt er að leggja fram og ég skil ekki hverju þetta á að skila.... en ég er auðvitað ekki hagfræðimenntaður og á því sennilega ekki að tjá mig um þetta. Á hinu nýja Íslandi eiga aðeins fagmenn að stjórna... er það ekki.

Hinni athugasemdinni hlýt ég þó að mega kasta hér fram:

Er þetta ekki brot á samningnum um Evrópska Efnahagssvæðið? Frjálst flæði fjármagns er eitt af fjórfrelsunum svokölluðu og þarna er um stíflugerð að ræða.

Fjórfrelsið er reyndar það sem Evrópubandalagið byggir á, að minnsta kosti í orði kveðnu. Er EvruBjöggi þá að snúast hugur í sambandi við dásemdir Evrópusambandsins?

Eða vita menn kannski alls ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stígaAngry.


mbl.is Geta stöðvað gjaldeyrisflutninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það eru uþb 550 milljarðar í Jöklabréfum ( bréf í krónum) sem bíða þess að vera skipt í gjaldeyri.

Núna er viðskiptahallinn, efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins að koma í hausinn á okkur.

Sigurður Þórðarson, 27.11.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband