Framboðsyfirlýsing

Ég  gef kost á mér í 3 – 5 sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í NV – kjördæmi í komandi prófkjöri. Ég er 33ja ára gamall, fæddur og uppalinn í kjördæminu og á heima í Snæfellsbæ.

Ég hef unnið sem sjómaður mestan hluta ævinnar, stunda nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hef góða innsýn í hagsmunamál kjördæmisins.

 

Síðustu árin hef ég öðlast töluverða reynslu af samfélagsmálum, meðal annars sem formaður atvinnu og ferðamálanefndar Snæfellsbæjar, sem formaður skólanefndar Snæfellsbæjar og sem formaður Héraðsnefndar Snæfellinga. Einnig hef ég unnið mikið á vegum Sjálfstæðisflokksins og sit meðal annars í miðstjórn flokksins sem fulltrúi af Landsfundi og er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Snæfellsbæ.

 

Ég mun beita mér fyrir uppbyggingu atvinnulífsins og standa vörð um að ekki verði vegið að rekstrarumhverfi fyrirtækja og heimila. Alls ekki má standa í vegi fyrir sjálfsbjargarviðleitni fólks og sveitarfélaga í kjördæminu, heldur hlúa að henni með ráðum og dáð.

Á stjórnmálasviðinu vil ég beita mér fyrir bættu sambandi milli kjörinna fulltrúa og kjósenda í kjördæminu. Þingmenn mega ekki gleyma umboðsmannshlutverki sínu á þinginu gagnvart kjósendum heldur rækta það af auðmýkt, heiðarleika og hógværð.

 

Auka verður gagnsæi og siðferði bæði í efnahagslífinu og í stjórnmálum.

Sjálfstæðisflokkurinn á að vera í broddi fylkingar hvað varðar óaðfinnanleg og öguð vinnubrögð í opinberum málum og meðferð á opinberu fé. Hreint mannorð verður að vera einkunnarorð okkar.

 

Hægt verður að skrá sig inn á kjörskrána til 21. febrúar en eftir það verður henni lokað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Good luck félagi Örvar.

Magnús Þór Jónsson, 12.2.2009 kl. 11:57

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gangi þér vel.

Ragnhildur Kolka, 12.2.2009 kl. 20:11

3 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Gangi þér vel á stjórnmálamarkaðnum. Þú varst góður í Hafnarfirði. Ekki veitir af góðu fólki í framboði.

Jón Baldur Lorange, 20.2.2009 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband