Keppni

Hvernig keppni skyldi þetta nú verða?

Verður þetta svipuð keppni eins og þegar við ólmuðumst við að komast inn í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna - með því að sleikja okkur upp við aðrar þjóðir með gjöfum og fjáraustri?

Verður þetta keppni þar sem við gætum þess til hins ítrasta að styggja ekki t.d. Breta eða Hollendinga til þess að fá nú örugglega huggulegt sæti í klúbbnum?

Verður þetta keppni þar sem við stefnum að ,,skjótum sigri" og kostum til þess aðgangi að okkar auðlindum?

Hver veit????

Össur hefur nú þegar lýst því yfir að við munum ekki þurfa nein sérstök ákvæði í sambandi við sjávarútveginn, við séum svo sérstök og fiskveiðar skipti okkur svo miklu - og þess vegna þurfum við ekki neinar sértækar lausnir!!!!

Þar gefur Össur tóninn...

Það er sennilega að koma á daginn sem Styrmir Gunnarsson hélt fram í vetur, að um leið og sótt yrði um yrði það keppikefli samningsnefndar og ríkisstjórnar að loka samningi og fá hann samþykktan - sama hvað það kostaði.

Hvort að þessi keppni komi til með að svara kostnaði verður að koma í ljós en ekki er víst að kostnaðurinn skipti öllu máli - við erum keppnisfólk og þegar verið er að keppa leggja menn sig alla fram - ALLA!


mbl.is Keppa Ísland og Króatía?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

<þetta er ekki keppni!"

ps: viltu setja þetta á síðu Jons Vals? (ég er lokuð þar)?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.7.2009 kl. 04:21

2 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Sæll Örvar!

Það er mitt álit að það sé ekki sennilega að koma á daginn það sem Styrmir Gunnarsson hélt fram í vetur, að um leið og sótt yrði um yrði það keppikefli samningsnefndar og ríkisstjórnar að loka samningi og fá hann samþykktan, sama hvað það kostaði, heldur að það sé staðreynd. Og þá segi ég bara, Guð hjálpi okkur og forði okkur úr klóm slíkra svikara.

Þórólfur Ingvarsson, 18.7.2009 kl. 04:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband