Kúgun!!!

Ég verð að segja að dramað og hysterían hjá mörgum bloggurunum sem hafa skrifað við þessa frétt fær mig til að taka bakföll af hlátri. Og ég er viss um að nýráðnir ritstjórar myndu líka fá heilahristing af slíkum hlátursrokum  - ef þeim dytti í hug að lesa eitthvað af blogginu. Davíð er þeirri náðargáfu gæddur að hann gæti fengið vinstri sinna til að lifna við og taka heljarstökk af reiði þótt hann hefði verið dauður og uppstoppaður á náttúrugripasafni í 100 ár.

Og alltaf skulu þeir falla í gildruna og tryllast. Það er ekkert smá fyndiðLoL. Sjálfsáliti þeirra er hins vegar lítil takmörk sett og þeir ætla sér að refsa Morgunblaðinu með því að hætta að blogga á MBL.is - Hvílík kúgun! HA HA HA HA HA!!!LoL

Aðrir fjölmiðlar t.d. Rúv sýnir ótrúlega lágkúru og vanvirðir um það bil 30 fjölskyldur - Það er stærri frétt að tveir menn skulu hafa verið ráðnir en að 30 manns bætist á einu bretti í hóp atvinnulausra - Svona er nú fréttamatið á þeim bænum.Sick

 


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

Davíð er himnasending fyrir vinstrimenn

Ég skal veðja við þig að koma Davíðs mun styrkja vinstriflokkana og ríkisstjórnina.
Þetta gæti hugsanlega klofið Sjálfstæðisflokkinn en sameinar örugglega vinstrimenn

Páll Blöndal, 25.9.2009 kl. 00:52

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sammála þér -

en þetta með atvinnuleysið -

Voru ekki 500 útlendingar að koma til landsins í þeim tilgangi að manna sláturhúsin?

Er ekki eitthvað að skipulaginu og hugsanagangi þjóðarinnar?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.9.2009 kl. 00:53

3 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Páll, það skal hér viðurkennt að Davíð hefur getað virkað sem límið sem heldur vinstri mönnum sameinuðum. Þeir geta verið sammála um antipatið á honum. En að það sé það eina sem vinstri menn virðast geta verið samstíga um segir reyndar ansi margt um þá og hugmyndaauðgi þeirra.

Ólafur, Þegar tekjutengdar atvinnuleysisbætur geta verið uþb. 100 þús krónum hærri en lægstu launin eru sjálfsagt margir sem hugsa sig um tvisvar. Oft hefur þessi staða komið upp áður en nú verður að segja mönnum til varnar að í núverandi kreppu er verulega erfitt að losa sig við húsnæði á höfuðborgarsvæðinu - vildi einhver söðla um og drífa sig út á land að vinna. Íbúðarhúsnæðið virkar sjálfsagt eins og fangakúla á marga. Ekki munu heldur stjórnarflokkarnir bæta úr ástandinu með því að hækka skattana á þá sem vinna eða fara út í þann vítahring að hækka tryggingagjald fyrirtækja, sem myndi stuðla að enn fleiri gjaldþrotum og þar af leiðandi uppsögnum.

Farinn að sofa!

Örvar Már Marteinsson, 25.9.2009 kl. 01:06

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Umskiptin á Morgunblaðinu eru strax farin að hafa jákvæð áhrif. Sjálfstæðismenn eru komnir í sóknarhug og það er einmitt það sem hefur skort síðustu 12 mánuðina.

Með mikilli vinnu flokks-félaga frá hruninu og að Alþingis-kosningunum, var lagður grunnur sem með liðsinni Morgunblaðsins mun snúa við stöðunni. Brýnasta verkefnið er að koma Sossunum úr ríkisstjórn. Allar forsendur eru núna til að það takist.

Að öflugt Morgunblað sem leyfir opna umræðu muni tvístra Sjálfstæðisflokknum er með því fáránlegasta sem Sossunum hefur dottið í hug. Endurkoma Davíðs mun þvert á móti verka sem vítamínsprauta fyrir xD.

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.9.2009 kl. 01:22

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er verið að kyssa sig í einhverja náð hérna? Ég veit raunar ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Kannski kasta upp við lesturinn á þessari barnalegu grein þinni. 

Jón Steinar Ragnarsson, 25.9.2009 kl. 01:50

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já það eflir okkur jafnaðarmenn á Íslandi þegar sú einkennilegan staða kemur upp að arkitekt hrunsins er settur með penna í hönd til að mata þjóðina á sínum snilldarlega skrifuðu rangfærslum. Ég óska okkur stjórnarsinnum til hamingju með þennan undarlega hvalreka. Er á moggablogginu áfram og mun trúlega skrifa þar sem aldrei fyrr. Hláturinn lengir lífið, ekki veitir Mogganum af.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.9.2009 kl. 01:51

7 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Komdu sæll

Byrja á því að segja þér að ég er vinstri maður.
Varðandi ráðningu Davíðs þá er hún sorgleg fyrir íslenska fjölmyðlun en annars bara fyndin.
Nú mun Davíð sem vill öllum stundum lágmarka skatta og auka þar með ójöfnuð í samfélaginu enn og aftur þiggja laun sín hjá hinum almenna skattborgar. Sjálfstæðismennirnir sem nú eiga moggan hefðu ekki tekið við honum nema skattborgararnir hefðu tekið á sig milljarða afskriftir og er það með í reynd að borga launin hans Davíðs eins og þeir hafa gert undanfarna áratugi.
En varðandi ráðninguna sorglegt fyrir íslenska fjölmyðlun en annars bara fyndið.

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 25.9.2009 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband