Engar súkkulaðikleinur lengur!

Auðvitað verður skatturinn hóflegur - óhóflegir skattar finnast ekki í orðabók Steingríms og Heilagrar Jóhönnu. Heita vatnið hefur líka hvort sem er verið tiltölulega ódýrt og því tímabært að gera það dýrara. Annars gæti fólk notið einhverra kosta Íslands sem finnast óvíða annarsstaðar. Þetta er því sanngjarn skattur.

Kalda vatnið er auðvitað óþarflega ódýrt. Svandísi SamningsSvavarsdóttur er í lófa lagið að leggja sérstakan umhverfisskatt á kalda vatnið. Það er gert í öðrum löndum og nú er kominn tími til að Íslendingar axli ábyrgð eins og aðrar þjóðir en sitji ekki eins og súkkulaðikleinur og njóta þess sem gæfan hefur gefið okkur.

Svona er ríkisstjórnin góð við okkur. Smátt og smátt gera þau okkur lífið svo leitt að Evrópusambandsaðild verður hvort sem er ekkert verri. Þá getur Heilög Jóhanna sagt: ,,Ég sagði ykkur að þetta væri himnaríki".

Frábært!


mbl.is Nýtt gjald á heitt vatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Sjálfstæðisbaráttan er hafin!

Helgi Kr. Sigmundsson, 1.12.2009 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband