Góður fundur í Borgarnesi

Var að koma heim af skemmtilegum fundi í Borgarnesi. Þetta var sameiginlegur framboðsfundur ungra frambjóðenda í kjördæminu og heppnaðist hann mjög vel. Það var þó að mínu mati Vinstri Grænum til minnkunar að koma ekki á fundinn til að gera grein fyrir sínum málum. Þeir eru sennilega á móti því....  Allavega, fundurinn heppnaðist vel og ég er verulega ánægður með þá frjálshyggjustefnu sem lá í loftinu, enda þótt frambjóðandi Samfylkingarinnar hafi ekki getað staðist mátið til að koma út úr skápnum og segja "allt tal um skattalækkanir mjög varhugavert og ekki gott". Hann "hafnaði þessum amerísku leiðum og öllu tali um að áframhaldandi skattalækkanir væru til bóta". Mönnum líður sjálfsagt illa ef þeir byrgja kommann í sér heila kvöldstund.

En fundurinn heppnaðist vel og mér fannst verulega gaman af því að hitta þetta efnilega unga fólk í þessu líka frábæra húsnæði sem þau hafa fyrir sig í Borgarnesinu. Þakka fyrir mig.

Var að horfa á Steingrím J í kastljósinu eftir að ég kom heim. Hann var spurður um svör við því hvað VG vill gera í atvinnuuppbyggingu. Hvað er þetta "eitthvað annað "? Svar: "Nú er nóg komið. Nú er það náttúra landsins, velferð náttúrunnar og stöðugleiki í hagkerfinu." Sem sagt "nóg komið!"

Hvaða atvinnumöguleikum stingið þið upp á? Svar: "Það fyrsta sem okkur dettur ekki í hug er olíuhreinsistöð?

Sem sagt miklar og ýtarlegar upplýsingar um það sem VG vill (ekki) gera.

Það er gott að vera meðvitaður um sitt nágrenni og í lagi að vera á móti mörgu en vinsamlegast komið að minnsta kosti stundum með tillögur að því sem á að vera í staðinn. Reynið að hafa eitthvað fram að færa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlöðver Ingi Gunnarsson

Það var greinilegt í þessum kastljós þætti í gær hve þunn þessi byggðasetna vg er, steingrímur kom ekki með neinar lausnir nema byggja upp betri vegi og mæta gsm-kerfið.................svo þora þeir varla að tala um sjávarútvegsmálin

Hlöðver Ingi Gunnarsson, 4.5.2007 kl. 08:39

2 Smámynd: Andrea

Þetta er alveg eftir honum Steingrími J. og annarra sósíalista. Þeir vita hvað þeir vilja ekki, en hafa ekki hugmynd um HVAÐ þeir vilja sem getur haldið samfélaginu uppi.

En annars þakka ég fyrir síðast, og til lukku með að hafa verið kjörinn í miðstjórn!

Kv. Andrea 

Andrea, 8.5.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband