Hvað meinar Guðmundur?

Ég sá auglýsingu frá Samfylkingunni í gærkvöldi þar sem Guðmundur Steingrímsson talar um muninn á því ef hann lendir í tjóni á eigum sínum og líkamlegu tjóni. Hann segir að í tilfelli venjulegs tjóns fari hann til tryggingafélagsins síns og fái tjónið bætt en þurfi hann að leita til Tryggingastofnunar lendi hann á biðlista. Þessu vill hann breyta.

Ok. Pælum aðeins í þessu. Hver er grundvallarmunurinn á þessum tveimur tryggingageirum?

Svar: Tryggingafélögin eru í einkaeigu og vinna á frjálsum markaði. Tryggingastofnun er opinber stofnun.

Vill Samfylkingin einkavæða Tryggingastofnun????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband