20.3.2007 | 11:36
Barnaklám
Þetta er ljótt. Þarna er um hreinræktaða glæpamennsku að ræða og það ber að berjast gegn barnaklámi með kjafti og klóm. Nauðsynlegt er að upplýsa fólk um þessa afkima netsins og hvernig begðast skuli við. Þarna má ríkisvaldið grípa inn í. Upplýsing og aftur upplýsing. Síðan er það okkar foreldranna að vernda börnin okkar. Gríðarlega mikið er til af tölvubúnaði sem getur verið foreldrum til hjálpar þegar vernda skal börnin gegn viðbjóðinum og það er gott en fyrst og fremst þurfa foreldrarnir að fylgjast sjálfir með því hvað börnin eru að gera. Tækin leysa okkur (vonandi) aldrei af hólmi. Enn og aftur eru samskipti og tengsl foreldra og barna það sem skiptir mestu. Ábyrgðin er hjá okkur og það er okkar að berjast gegn þessu. Tækin og úrræðin (lögreglan) eru fyrir hendi.
Pössum börnin okkar, það gerir það enginn betur en við sjálf .
Um 30-40% ábendinga barnaklám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Barnaklám og níð er hrein glæpamennska, ég er 1oo% sammála. Vip verðum að passa börnin okkar fyrir þessum svíðingum. Það er varla til nógu ljótt orð yfir þessa hegðun.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.3.2007 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.