Gott bú

Kristján Möller tekur svo sannarlega við góðu búi. Sturla er búinn að standa sig mjög vel í sínu ráðherraembætti sem er örugglega ekki léttasta ráðuneytið. Margt af því sem Sturla hefur gert á sínum ferli hefur lítið verið í sviðsljósinu og því má kannski segja að starf hans hafi verið vanmetið af almenningi. Það er nefninlega ekki bara að klippa á borða hér og þar, bora göng og byggja brýr. Skipulagningin og sérstaklega einföldun á kerfinu held ég að megi segja að Sturla eigi heiður skilinn fyrir. Það bara sést ekki í sjónvarpi...

Af störfum hans að dæma í sínu ráðuneyti held ég að við gætum ekki fengið betri forseta Alþingis, þar sem skipulagning og skilvirkni eru grundvallaratriði. Ég óska þingheimi til hamingju með traustan mann í það embætti.


mbl.is Kristján: Samgönguráðuneytið skriðþungt skip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það er mjög sárt að sjá á eftir eins góðum og traustum ráðherra. Sturla hefur verið mjög vanmettinn og þurft að taka skellinn fyrir óvinsælar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar. Eins og td. með frestun vegaframkvæmda eftir að virkjana og álversframkvæmdir höfðu ofhitað íslenska efnahagskerfið. 

Þegar fram í líður munu menn sjá að hann var með betri ráðherrum sem við Íslendingar höfum haft. 

Fannar frá Rifi, 25.5.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband