með titrandi tár..

Ég verð að viðurkenna að ég er mjög veikur fyrir þjóðsöngnum okkar og meira að segja viðkvæmur fyrir því að hann sé hafður í flimtingum. Ég er sjálfsagt eitthvað íhaldssamur í þessum efnum. Það er eitthvað svo fallegt við laglínuna, textann og lagið. Það er sennilega skrítið að ég skuli vera svona viðkvæmur fyrir þessu en t.d. kippi ég mér alls ekkert upp við Símaauglýsingu Jóns Gnarr, enda þótt ég telji mig kristinn.

Ég vil sem sagt alls ekki skipta um þjóðsöng, þótt ég hafi ekki raddsvið til að syngja þennan (við eigum nóg af góðu fólki til þess). Ég vil halda áfram að heyra hann í dagskrárlok á RÚV á Sunnudagskvöldum og ég vil ekki að það sé verið að fíflast með hann. Þetta er þjóðsöngurinn okkar. Hann er hluti af okkar sál og sögu. Hann er hluti af því að við erum Íslendingar. Við skiptum ekki um foreldra þótt þeir fari að grána. Við skiptum heldur ekki um þjóðsöng bara af því að það er auðveldara að syngja eitthvað annað poppaðra. Það er til hellingur af fallegum lögum og söngvum um Ísland og við skulum halda áfram að syngja þá söngva. En það er aðeins einn þjóðsöngur og einmitt af því hann er svona sérstakur er hann einstakur og við viljum einstakan þjóðsöng.

Við erum einstök þjóð og eigum einstakan þjóðsöng. 


mbl.is Mismunandi útgáfur þjóðsöngsins samræmdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband