Flott í Kvennó

Mér sýnist þetta hafa verið flott busavígsla. Mátulegar manndómsvígslur, flottir búningar, viss taugatitringur í busunum en þó engar öfgar eða meiðsl. Svona á þetta að vera!

Það er ótrúlegt að sumir skuli vilja banna allt sem er skemmtilegt. Það er ekkert gaman að vera pakkað inn í bómull og loftbóluplast. Sumt er gaman og eftirminnilegt einfaldlega fyrir þær sakir að það daðrar við hið bannaða og stundum hið óþægilega. Af hverju finnst sumum gaman í flúðasiglingum? Er það af því að það er svo þægilegt og rómantískt? Nei, það er af því að það er að sumu leiti hættulegt og á mörkum þess sem við viljum lenda í. Busavígslur eru eftirminnilegar og skemmtilegar og svo lengi sem ógeðið gengur ekki út í öfgar er þetta hefð sem leggur sitt að mörkum til að gera framhaldsskólaárin skemmtileg.

Flott hjá Kvennó!


mbl.is Busaböðlar í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála þér! Það vill svo skemmtilega til að ég er ein af þessum böðlum í Kvennó. Fréttin varpar frekar neikvæðu ljósi á vígsluna að mínu  mati. Krakkarnir voru látin hoppa og renna sér niður brekku á plasti sem var búið að hella sápu og vatni á. Svo var líka svona hoppukastalabraut sem þau voru látin flýta sér í gegnum nokkrum sinnum. Jújú, við létum þau jarma og sprautuðum vatni á þau, en það þurfti auðvitað að refsa þeim fyrir að hlæja ;) Varðandi hákarlaátið þá voru það nokkrir útvaldir af Svarta Listanum, þ.e. annað hvort þeir sem voru skyldir eldri bekkingum eða þeir sem höfðu brotið svokallaðar Busareglur, sem gilda í 2 daga fyrir vígsluna. Reglurnar eru td að stelpur mega ekki vera málaðar og allir busar skulu vera í úthverfum fötum.

En ef okkur böðlana grunar að e-um líði illa, þá er hann/hún bara spurður hvort hann/hún vilji hætta. Þá er hann sendur inn í matsal eða allavega út úr hópnum og hann/hún getur þá horft á. 

Auðvitað erum við böðlarnir aðeins að hefna fyrir okkar busun, en við pínum krakkana ekki. Og ef við viljum taka e-a upp og láta þá gera e-ð kjánalegt (eins og td að syngja Oh Happy Day :D), þá er það almenn regla í Kvennó að það verður að taka lágmark 3.

 Annars var þetta einn skemmtilegasti dagur lífs míns, eiginlega bara í sama sæti og þegar ég var busuð inn í Kvennó!

Þórdís Inga Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband