Söluturn lokar í framhaldi af því að selja annað en ríkisframleiðslu

Snuffið er augljóslega miklu verra en grófkornótt neftóbakið sem æska landsins hefur meira að segja valið að taka í vörina. Eðlilega verður að stýra neyslunni og koma í veg fyrir að neytt sé erlendrar framleiðslu.

Söluturninn verður svo að loka í framhaldinu eins og eðlilegt er þegar selt er það sem Ríkinu er ekki þóknanlegt................

Bíðið við. Getur nokkuð verið að hér sé beint samband við það að RÍKIÐ FRAMLEIÐIR NEFTÓBAK!!!!!!!!  ?

Ríkið er að verja sína framleiðslu með því að banna innflutning á samkeppnisvöru. Þá getur ÁTVR haldið áfram að framleiða og hafa tekjur af sínum gamla ,,góða" rudda.,,Íslenskt neftóbak þykir mjög sérstakt í samanburði við annað tóbak sem þekkt er á heimsmarkaði" stendur á heimasíðu ÁTVR. Ég held að þýðingin á þessu sé að íslenskt neftóbak þyki almennt vont. Tóbaksunnendur fá hins vegar ekki að gera samanburð nema leggja á sig ferðalag til annarra landa... enda gætu þeir þá komist á bragðið með annað tóbak. Þeir sem vilja munntóbak þurfa meira að segja að setja þetta ógeð í munninn. Vel má vera að einhverjum líki það en ég held að ýmislegt annað á tóbaksmarkaðnum myndi vera ofaná ef það mætti.

Íslensk stjórnvöld leyfa reyktóbak, sem mögulega minnkar lífsgæði þeirra sem neyta þess ekki, en bannar innflutning á tóbakstegund sem hefur eingöngu áhrif á þann sem neytir þess. Er þetta ekki skrítið? Gæti verið að það sé verið að vernda eitthvað annað en neytenduna með þessum aðgerðum? Söluturninn lokar í framhaldi af því að selja annað en ríkisframleiðsluna. Þetta gæti verið fyrirsögn frá 1970.

Gerðuð þið ykkur yfirleitt grein fyrir því að íslenska ríkið er tóbaksframleiðandi?


mbl.is Verslun á Selfossi seldi „snuff"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Þetta er með ólíkindum alveg hreint.  Þetta kallar maður að framkvæmdavaldið fari offari.

Sigurjón, 10.10.2007 kl. 10:09

2 Smámynd: Gísli Sigurður

Ruddi er viðbjóður! Ég skil ekki hvernig fólki dettur einu sinni í hug að kalla þetta neftóbak.

Það sem þú segir er alveg hárrétt. Það eru ENGIN rök fyrir því að ekki megi selja, t.d. president,
sem er nú bara eitt besta neftóbak sem til er.

Gísli Sigurður, 10.10.2007 kl. 10:48

3 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Hvað hefði samt fólk eiginlega sagt ef lögreglan hefði ekki sinnt sínum skyldum og hundsað þessa ábendingu sem hún fékk um sölu á þessu neftóbaki??? 

Þá hefði nú heyrst í landanum að lögreglan stæði sig ekki er ég hrædd um.  Þetta er því algjörlega óviðkomandi hvort salan á þessu sé æskileg eða ekki.  Ef lögregla fær ábendingu um eitthvað verður hún þá ekki að sinna því?

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 10.10.2007 kl. 18:45

4 Smámynd: dvergur

Einkennilegt að flokka neftóbak eftir því hve fínt það er. Hve fínkornað er fínkornað neftóbak? Nú er t.d. ekki allt snuff jafn fínt... Ætti ekki að banna allt eða ekkert?

Mér finnst þetta svipað og að banna sígarettur en leyfa píputóbak eða vindla. 

dvergur, 10.10.2007 kl. 20:47

5 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Að vissu leiti er ég sammála Rannveigu. Lögreglan er að vinna vinnuna sína og við eigum að vera ánægð með það af því við greiðum þeim launin. Hins vegar virðist þetta ekki alltaf gilda. Sjáið t.d. áfengisauglýsingar. Algerlega burtséð frá því hvað mér finnst asnalegt að reyna að banna þær þá finndist mér rétt að meira væri gert til að bregðast við þeim sem lögbrotum. Annað hvort á að leyfa hlutina eða banna þá og framfylgja þá banninu. Til hvers væri annars verið að banna...

Hitt er svo annað mál að þetta í stóra neftóbaksmálinu finnst mér vera merki um tvöfalt siðgæði og er sammála Dvergi hér að ofan í því.

Ég var ekkert að setja út á lögregluna. Ég var að setja út á löggjafann.

Örvar Már Marteinsson, 10.10.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband