Ömurleg hugmynd

Þetta er ömurleg hugmynd. Að ætla að fara að flækja skattkerfið enn meir er það vitlausasta sem mönnum hefur dottið í hug á síðustu dögum. Hver er sanngirnin í því að manneskja með 250 þús á mánuði fari í hærri skattpíningarflokk en manneskja með 199 þús?

Það hefur mikið verið rætt um hátt húsnæðisverð - Þeir sem vinna baki brotnu við að koma þaki yfir fjölskylduna sína eru örugglega með hærri tekjur en 200 þús. Er rétt að leggja meiri skattbyrði á þá? Er það sanngjarnt að skattleggja kennaramenntaðan kennara hærra en ófaglærðan leiðbeinanda? Til hvers á þá að sækja sér aukna menntun??

Er það sniðug hugmynd að búa til annað skattþrep til að fjölga þeim tilfellum sem aukavinnan er ekki gefin upp til skatts? Hvað er eiginlega að mönnum? Sofnuðu þessir hugmyndasmiðir árið 1985 og voru að vakna núna? Eigum við núna að fara að taka upp alla vitleysuna sem hefur verið að plaga mörg lönd Evrópu og þau eru að reyna að vinna sig út úr (sjá jafnréttisfrumvarp St.Jóhönnu) ?

Það er innbyggt í skattkerfi okkar að þeir sem hafa hærri laun borga hærri skatta - það gerir persónuafslátturinn - Það er nóg! Ef ríkið á að koma til móts við kröfurnar þá er mögulegt að gera það með því að hækka persónuafsláttinn og lækka eitthvað skattprósentuna almennt en ekki að bæta fleiri þáttum inn í kerfið!

Það er bara bull!


mbl.is Ekki hrifinn af tveimur skattþrepum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sammála þér að mörgu leyti.

Upp með persónuafsláttinn. Tengjum hann barnafjölda og búsetu.

Skattleysismörkin er það sem máli skiptir.

Þórbergur Torfason, 29.11.2007 kl. 18:26

2 Smámynd: Jóhann

Hvað er sanngjarnt við það að maður með 201þús á mánuði fái 147.610 útborgað en að maður með 199 þús fái 162.460? Tvö skattþrep er bara bull, ef það á að sýna smá sanngirni ætti að hækka persónuafsláttinn og HÆKKA skattprósentuna.

Jóhann, 29.11.2007 kl. 19:16

3 Smámynd: Jóhann

Að sjálfsögðu ætti hvert mannsbarn að eiga sinn persónuafslátt, sama á hvaða aldri það er, þannig gætu foreldrar nýtt afsláttinn á meðan barnið hefur engar tekjur sjálft.

Jóhann, 29.11.2007 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband