Ekkert málþóf þarna

Þetta er meira stuð heldur en á okkar þingi. Þar geyspa menn og lesa blöðin á meðan flokkssystkini halda ræður klukkutímunum saman.

Í gærkvöldi lét ég verða að því að fara í Alþingishúsið og fylgjast með fjörinu af áheyrendapallinum. Það var vissulega áhugavert enda þótt ekki hafi verið slegist. Kolbrún Halldórsdóttir var að ræða um nýju þingskaparlögin þegar ég kom inn og hún talaði í 40 mínútur eftir að ég settist. Hún tók það svo fram í lok ræðunnar að hún hefði lagt sig alla fram um að stytta mál sitt. Þetta hefði verið styttri útgáfan. Hún sagði sumu fólki bara hreinlega ekki gefið að koma frá sér því sem það vill segja á styttri máta. Æi greyjið! Steingrímur sat megnið af tímanum geyspandi og las 24 stundir (enda klukkan orðin 1 eftir miðnætti). Hann leit svo af og til upp til mín og velti fyrir sér hvaða furðufugl þetta væri sem sýndi þeim þennan áhuga. Síðan fór Árni Þór Sigfússon í pontu og rakti stuttlega þær staðreyndir að Vinstri Grænir væru alls ekkert á móti því að stytta ræðutímann, en þeir væru það samt.

Fyrir utan áhugaverðar ræður og lestur úr leiðurum blaðanna úr pontu, fannst mér mjög áhugavert að koma þarna inn. Mér kom mest á óvart hversu þrengslalegt er í þingsalnum og hvað þingmennirnir hafa lítið pláss á borðunum hjá sér. En þröngt mega sáttir sitja.

Ég er ánægður með að nýju þingskaparlögin voru samþykkt. Þau verða til mikilla bóta. Það eru alltaf nokkur þingmál sem ekki ná fram að ganga vegna málþófs um önnur mál. Það er slæmt ef mikilvæg mál sitja á hakanum út af málalengingum. Sturla hefur staðið sig vel það sem af er þingi og ég vænti þess að hann sé ekki búinn enn í tiltektinni.

Þeim veitti ekki af almennilegum fundarstjóra í Kóreu.


mbl.is Þingmenn slógust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Takk sömuleiðis.

Þetta verður mikið til bóta og verður vonandi til þess að þingmenn taki upp agaðri vinnubrögð í ræðum sínum en hummi ekki bara og ha-i til uppfyllinga.

Örvar Már Marteinsson, 14.12.2007 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband