Hvað þá verður veit nú enginn...

Það verður að segjast að fyrir stjórnmálafræðinema, og aðra áhugasama um pólitík, eru þetta spennandi tímar. Hvað svo verður veit maður ekki. Er þetta allt rétt, eða ekki rétt. Hvað er með Guðjón? Nú er Halldór Ásgrímsson búinn að rísa upp til varnar fyrir Björn Inga og lýsa yfir sínum stuðningi. Spurningin er sú, hversu mikið vægi hann hefur innan flokksins ennþá. Guðjón Ólafur vildi einmitt meina að Björn Ingi væri eingöngu að kalla á stuðningsyfirlýsingar, gæti það verið rétt? Það er líka spurning hvort Jónína Bjartmars lætur eitthvað í sér heyra, en samkvæmt Guðjóni er hún líka gangandi eldhúshnífastatíf, eins og Guðjón.

Hvað meirihluta eða ekki-meirihluta í borginni varðar er erfitt um að spá. Mér þætti gott ef Villi og co. og Ólafur næðu saman. Sá meirihluti ætti þá að einbeita sér að því að ná fram stöðugleika í borgarpólitíkinni, klára Sundabrautina, klára mislæg gatnamót Kringlumýrar- og Miklubrautar og lækka fasteignagjöldin.

Ef úr verður, verða menn að standa stöðugir, sýna trúverðugleika og heiðarleika. Það skorar mest í næstu kosningabaráttu.


mbl.is Borgarstjóri: Enginn fótur fyrir meirihlutaviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband