Sorglegt

Þetta er auðvitað sorglegt, sérstaklega í ljósi þess að manni finnst vera nóg af þorski. Það virðist vera ósköp venjulegt árferði í veiðiskapnum. Október var lélegur og megnið af nóvember líka, sérstaklega af því að maður forðaðist þá staði sem maður vissi að gæfu aðeins af sér hreinan þorsk. Síðan fór að rætast úr og nú er nóg af þorski fyrir alla sem vilja. Þeir eru bara fáir sem vilja fá þorskinn. Sem betur fer er allt yfirfullt af ýsu, óþarflega lítið af stærstu ýsunni en þó virðist hún vera að sækja á síðustu vikur. Menn hafa því getað sótt í ýsuna.

Þetta er sami árstíðabundi (tíðar)hringurinn eins og öll síðustu ár (2001 undanskilið, þa vorum við nánast búnir með þorskkvótann í byrjun jan). Dómsdagsyfirlýsingar vísindamannanna koma því okkur sem erum í bransanum undarlega fyrir sjónir.

Sérhæfingin, og aukin fullvinnsla með tilheyrandi verðmætasköpun, er góð. Og það væri gott ef þeir fara að spá meira í að vinna loðnuna á þessu svæði (og kannski síld líka) í stað þess að sigla með hana hringinn í kringum landið. Það er hins vegar sárt að hugsa til allra uppsagnanna. Sérstaklega fyrir þá sem hafa efasemdir um orsakirnar.....


mbl.is Grandi hættir landvinnslu botnfisks í núverandi mynd á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Fréttir úr Grímsey herma að þar mokveiðist stórþorskur. Menn vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið enda engu líkara en Selvogsbankinn hafi verið fluttur í heilu lagi norður fyrir miðbaug.

Fréttir af loðnumiðunum eru ískyggilegar og segja skipstjórar í samtölum við fólk í landi að þeir hafi reynt að beita sér fyrir lokun vegna smáloðnu en hagsmunaaðilar séu ekki hrifnir af uppátækinu.

Varðandi Hafró þá er ég farinn að halda að þeir falsi gögnin vísvitandi í einum tilgangi. Geti hver fyrir sig !

Níels A. Ársælsson., 21.1.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband