Liverpool íslenskt??

Ég bjóst nú alveg eins við þessum úrslitum, var reyndar búinn að spá þeim 2-1 sigri.

Ég viðurkenni að ég hef mjög takmarkað vit á fótbolta og ætti sennilega ekkert að vera að tjá mig um hann en maðurinn sem vinnur með mér er áhangandi Liverpool nr. 1. og smám saman er ég að komast inn í þetta.

Það sem ég er að pæla er að mér finnast líkindi með íslenska handboltalandsliðinu og Liverpool. Og ekki bara núna heldur nokkuð lengi. Íslendingar eiga það til að vinna sigur á sterkustu liðunum en tapa svo fyrir einhverjum algjörum lúserum. Inter Milan er (að mér skilst) mjög sterkt lið...

Hvernig var þetta svo aftur með Barnsley???

Skiljiði hvað ég er að fara?


mbl.is Liverpool sigraði Inter 2:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Liverpool er einmitt langvinsælasti enska knattspyrnuliðið á Íslandi og Liverpool-klúbburinn er langfjölmennasti stuðningsmannakúbburinn, en flestir stuðningsmenn Liverpool á Íslandi virðast vera sammála um að stjórinn hann Rafa Benitez eigi að hverfa til annara starfa þrátt fyrir góðan árangur í Meistaradeildinni.

Stefán (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband