29.2.2008 | 23:51
Íslendingar borða SS pylsur
Þetta er í fyrsta lagi undarleg fyrirsögn, hljómar eins og áróður eða auglýsing: Íslendingar borða SS pylsur!
Í öðru lagi er að mínu mati ósanngjarnt að slá þessu svona fram - ekki það að ég sé sérstaklega sár, myndi sennilega kjósa Hillary sjálfur, enda þótt John McCain virðist töluvert áhugaverður kostur. Málið er bara að fjölmiðlar hér hafa nánast eingöngu fjallað um slaginn milli Hillary og Obama. Þess vegna er ekki skrítið að fólk nefni annað hvort þeirra. Ég sakna meiri umfjöllunar um Republikana - frambjóðendurna.
Í pistlasafni Ólafs Teits Guðnasonar - Fjölmiðlar - getur þú treyst þeim? er fjallað töluvert um fjölmiðlaumfjöllun fyrir síðustu forsetakosningar í USA. Það er áhugavert að umfjöllunin snérist nánast öll um Demókratana en inn á milli var skotið neikvæðum fréttum um Republikana. Af einhverjum völdum virðast hinir ,,hlutlausu" fjölmiðlar hafa einhverjar tilhneygingar í aðra áttina þarna.
Af hverju viðurkenna fjölmiðlar annars ekki bara að þeir eru ekkert hlutlausir, og þurfa ekkert endilega að vera það? Á bak við hvern fjölmiðil er auðvitað fólk með skoðanir (sem betur fer). Tvískinnungurinn er miklu verri - að þykjast vera hlutlaus en vera það ekki.
Sviðsljósið er á demókrötum - það er ekkert skrítið að fólk nefni þá frambjóðendur. (Fyrir svo utan það að demókratarnir eru sennilega lengra til hægri í stjórnmálum en allir flokkar á Íslandi)
Íslendingar kjósa demókrata | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.