ERT'EKK'AÐ GRÍNAST?

Þetta er með ólíkindum. Það er búið að ganga mjög illa að finna loðnuna og allir orðnir logandi hræddir um að stofninn sé hruninn, (ískyggilegt ástand er reyndar búið að vera viðvarandi síðustu ár, þó aldrei eins og nú) svo finna þeir 56 þúsund tonn og þá er gefinn út 50 þúsund tonna kvóti. AUKALEGA!!!!!!!

Fiskifræðingar segja að það verði að veiða minna af þorski m.a. af því að nú séu fleiri einstaklingar í hverju tonni en áður, þ.e. að hann þjáist af fæðuskorti. Svo finna þeir 56 þúsund tonn og gefa út 50 þúsund tonna kvóta AUKALEGA!!!!!!!

Okkur gengur svo vel að finna þorsk að það er erfiðara að finna staði þar sem hann er ekki - þorskkvótinn var skertur um tæpan þriðjung um mánaðarmótin ágúst / september. Hafró eyðir mörgum milljónum af opinberu fé í sérstaka dauðaleit að loðnu, finnur 56 þúsund tonn og...gefa út 50 þúsund tonna kvóta AUKALEGA!!!!!!!

ERT'EKKAÐ GRÍNAST?


mbl.is Ákveðið að auka loðnukvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband