Stolnar kartöflur

 Hver á hvað og hver má hvað? Hver er þá að stela frá hverjum?

Hér er verið að tala um nýtingu jarðvarmaorku í eigin eignarlandi. Einkaframtak og nýtingu eigin landsgæða. Það kemur svosem ekkert á óvart að Össur furði sig á slíkum kröfum.

Spurningin er bara þessi: Á Landsvirkjun eða ríkið allt land fyrir neðan grasrót? Voru þá kartöflurnar sem ég tók upp úr garðinum mínum í gærkvöldi og át með fjölskyldu minni ræktaðar í landi Landsvirkjunar og þar með ekki mín eign? Átum við stolnar kartöflur í gær? c_documents_and_settings_agnar_my_documents_blogg_po

Með nagandi samviskubit yfir síðustu kvöldmáltíð verður mér hugsað til kröfu landeigenda og vona innst inni að þeir fái kröfu sinni framgengt fyrir vorið, ekki síst til þess að vita hvort ég eigi að kaupa útsæði eða ekki.

En svona í alvöru talað. Hér þarf að skera úr málum. Mér finnst nýtingarréttur landeigenda sjálfsagður og yfirgangur Ríkisins rangur. Það er ekkert skrítið að það sé ágreiningur um virkjanamál og verð á orkusölu þegar það er ríkisvaldið sem ákveður allt saman, á sínum forsendum eingöngu. Þegar Ríkisvaldið í rauninni selur sjálfu sér aðgang að auðlindunum er ekki við öðru að búast en að náttúran sé á útsöluprís.

Hér þurfa landeigendur og Landsvirkjun að koma sér saman um afkastagetu jarðvarmageymisins, semja um nýtinguna í samræmi við landareign og verðleggja eftir því.Á móti séreign

Össur kallar það rányrkju þegar landeigendur ætla að nýta sitt land en honum finnst ekkert að því að Ríkisvaldið og Landsvirkjun nýti það.

Segir flest það sem segja þarf.


mbl.is Umsókn landeigenda í Reykjahlíð vekur furðu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hef engu við þetta að bæta. Verði þér að góðu.

Villi Asgeirsson, 22.9.2008 kl. 10:31

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Örvar. Sérðu ekki alla milljarðanna sem landeigendur er að stela frá fólkinu í landinu. Össur er hérna að búa til milljarða í þessu eins og hann hefur marg oft gert áður, t.d. í Laxeldi. Maðurinn veit sínu viti og mun skapa milljarða ef hann fær að stjórna.

að öllu gamni sleppt þá á Landsvirkju að hætta þegar í stað öllum framkvæmdum. Ef það á að virkja meira á þessu landi þá á það ekki að vera opinber fyrirtæki. Eða hver vill aðra Kárahnjúkastíflu og allt sem því fylgdi. þegar ríkið er að einhverju er hagkvæmni ekki til staðar. bara hvort að viðkomandi ráðherra fái atkvæði út á framkvæmdina.

Fannar frá Rifi, 22.9.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband