Óskynsamleg hækkun

Eðlilegast væri að rétt verð væri á heita vatninu en ég held þó að svo hafi sennilega aldrei verið. Það væri því ekki verið að byrja á neinu nýju þótt verðinu væri haldið niðri svolítið lengur.

Þessi hækkun kemur á mjög óhentugum tíma hvað varðar verðbólgu. Vegur í vísitölunni 0,07% sem virðist ekki mikið en er samt sem áður nokkuð stór póstur. Hætt er við að þetta geri vítahringinn enn verri.

Það væri einnig skynsamlegt af stjórnmálamönnunum, sem voru að fá launahækkanir frá Kjaradómi, að hafna þeim hækkunum til að sýna gott fordæmi í sambandi við kjarasamningagerð. Ég öfunda svosem alþingismenn alls ekki af laununum þeirra en þetta eru viðsjárverðir tímar og nauðsynlegt fyrir alla að vera á bremsunni. Ef hægt er að bremsa niður verðbólguna er hægt að koma fram með þessar hækkanir síðar. Það koma tímar og ráð til þess.Police

Ég er ansi hræddur um að þær kjarabætur sem m.a. ljósmæður hafa náð fram muni brenna upp og þær munu áður en varir vera á nákvæmlega sama stað í launastiganum og áður. Það sér það hver maður, ef allir ætla að miða sig við þeirra hækkun.

Gengju stjórnmálamenn og háttsettir í stjórnsýslunni á undan með góðu fordæmi, þá væri mun auðveldara að ná fram einhvers konar þjóðarsátt. Það væri öllum í hag og myndi auk þess skila sér í auknu atvinnuöryggi frambjóðendanna.


mbl.is Heita vatnið hækkar um 9,7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband