17.11.2008 | 15:40
Guðni kemur á óvart
Þetta eru að mörgu leiti sorgleg tíðindi fyrir Framsóknarflokkinn því annar eins persónugerfingur stjórnmálaflokks er vandfundinn.
Það er hætt við að flokkurinn nái sér seint eftir þetta enda virðist hann nú sigla hraðbyri í að svíkja sínar gömlu stoðir. Flokkurinn hefur átt mjög erfitt uppdráttar við að finna sér aðra stuðningsmenn og nú held ég að hann leysist endanlega upp.
Það verður fróðlegt að fylgjast með valdabaráttunni framundan. Þeir sem eftir eru kunna vel að fara með hnífa.
Guðni segir af sér þingmennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2008 | 09:57
Skattskyldar tekjur
Svona gjörningar mega ekki verða látnir afskiptalausir. Hvers konar hókus - pókus stjórn getur gert slíka hluti án þess að kalla til hluthafafund?
Tilgangurinn er hins vegar augljós og hann var að halda uppi gengi bréfa Kaupþings. Bankinn lánar fyrir hlutabréfakaupunum = það verður aukin sala með hlutabréf Kaupþings = gengi og þar með verð hlutabréfanna fellur síður eða rís tímabundið. Almenningur hefur svo séð að gengið væri hætt að falla og byrjað að festa fé sitt í fyrirtækinu, sem býr til sölutækifæri og mögulegan hagnað fyrir þá sem voru nýbúnir að kaupa. Síðan er skuldin felld niður og allir gerðir stikkfrí.
Stórsniðugt! Svo er spurningin hvaða stjórnendur og aðaleigendur seldu sín bréf og notfærðu sér hið tímabundna ris og náðu þannig að búa sér til varaforða fyrir kreppuna.
Segið svo að peningarnir geti ekki vaxið á trjánum!
En þetta má ekki láta afskiptalaust!
Hins vegar er ekki öll von úti. Hér er frétt af vb.is
,,Fréttir af niðurfærslu skulda vegna hlutabréfaviðskipta starfsmanna Kaupþings hafa valdið fjaðrafoki. Áhugavert er að skoða málið út frá skattalegu sjónarhorni.
Ef skuldir starfsmanna Kaupþings, vegna kaupa á hlutabréfum í bankanum, voru felldar niður, gæti það leitt til þess að starfsmenn bankans þyrftu að greiða samtals 15 til 18 milljarða króna í skatt vegna þess á næsta ári. Misvísandi upplýsingar eru um það hvort skuldirnar hafi verið niðurfelldar eður ei.
Hvernig sem landið liggur í þeim efnum er áhugavert að velta fyrir sér skattalegum áhrifum slíkrar niðurfellingar því hér er verið að leika sér að eldinum, ef þannig má að orði komast.
Til þess að útskýra málið þarf að víkja að skattalögum. Niðurfelling skulda starfsmanna bankans væri túlkuð sem laun í öðru formi en hefðbundin launagreiðsla. Hún yrði skattlögð og skattskyld eins og hver önnur laun. Talan 14-18 milljarðar króna er 35,72% af heildarniðurfellingunni, en talið er að starfsmenn Kaupþings hafi skuldað bankanum allt að 40-50 milljarða króna.
Samkvæmt skattalögum ber þeim sem fá eftirgjöf skulda frá vinnuveitanda að telja það að fullu til tekna og vinnuveitanda ber að gera grein fyrir því á launamiða."
Monní monní monní!
Yfirlýsingin kom frá forstjóra Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.10.2008 | 11:03
Æi
Ég verð að segja að þetta eru vonbrigði, ef satt er. Ekki endilega af því ég haldi sérstaklega upp á Palin - þótt mér finnist hún vissulega lífga upp á kosningarnar - heldur af því talið var að hún hefði einna hreinasta mannorðið af líklegum frambjóðendum.
Enn minnkar tiltrú mín á stjórnmálamönnum. Eru þetta allt vitleysingar? Er það virkilega svona satt sem stendur í bókum Hannesar Hómsteins að sennilega séu þeir sem sækjast eftir völdum í pólitík einmitt þeir sem við eigum að varast? Þeir sem vilji völdin - eigi ekki að fá þau?
Það er sorglegt.
En mikið má þetta lið vera vitlaust. Það ætlar sér frama. Veit vel að pressan og andstæðingarnir reyna að grafa upp hvaða óhreinindi sem þeir geta. Og samt er tekinn sénsinn á því að hygla sjálfum sér á kostnað skattgreiðenda.
Ég myndi ekki gera þetta. Ekki endilega af því ég sé eitthvað heiðarlegri en aðrir - ég myndi bara aldrei þora þessu.
Kannski er ég bara skræfa.
Palin breytti reikningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2008 | 23:00
Orðstír
Orðstír okkar er í stórhættu.
Hér eigum við ekki að láta vaða yfir okkur. Það er það sem Gordon Brown reiknaði með. Hann bjóst við því að við værum of máttvana til að verjast óknyttum hans. Við eigum að snúa vörn í sókn með öllum tiltækum ráðum. Hér eru nokkur:
Að mínu mati eigum við alls ekki að láta Breta sjá um loftvarnir okkar. Við eigum jafnvel að láta í það skína að við séum að velta fyrir okkur úrsögn úr Nató, á grundvelli þess að ein bandalagsþjóð hafi snúist gegn okkur með hryðjuverkalögum. Við eigum að halda áfram að gæla við Rússana, enda hlýtur það að ergja aðrar Natóþjóðir. Við eigum að setja okkur í samband við höfuðandstæðing Gordons Browns, Cameron, sem væri líklegur til að vilja sýna hvaða eðli Brown hefur að geyma.
Við eigum alls ekki að beygja okkur fyrir þessu. Íslendingar eru að fá gríðarlega ósanngjarna umfjöllum í breskum og öðrum evrópskum fjölmiðlum. (Íslenskum reyndar líka finnst mér stundum). Við eigum að bera höfuðið hátt. Almenningur á Íslandi hefur enga ástæðu til annars. Við eigum að berjast fyrir mannorði okkar. Deyr fé, deyja frændur...
,,Every man dies, but not every man really lives"
Óvelkomnar í gæludýraverslun í Glasgow | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2008 | 20:35
(Mál)sókn
Ef niðurstöðurnar virðast okkur í hag eigum við ekki að hika við að fara í mál við Tjallana. Gordon sósíalisti og Darling Marxisti eiga ekkert gott skilið frá okkur. Þeir hafa viljandi dreift óhróðri um okkur Íslendinga og skaðað okkur um alla Evrópu og víðar. Ef einhverntíma var rétt að tala um skítlegt eðli....
Í ljósi þess að þetta var auðvitað kosningabrella hjá Gordon Brúna eigum við alls ekki að skríða fyrir honum og hans aftaníossum heldur leita til hans höfuðandstæðings, Cameron, og vita hvort hann hafi ekki áhuga á því að afhjúpa aumingjaskap núverandi forsætisráðherra. Það var nú aldrei talið mjög drengilegt að sparka í liggjandi mann.
Ég er alls ekki að segja að öll okkar vandræði séu algerlega öðrum að kenna en okkur. Hins vegar er kreppan komin út um allan heim og er síður en svo Íslendingum að kenna, þótt sumir virðist halda það vísandi Íslendingum út úr búðum. Bretar voru ekkert síður með allt niður um sig. Gordon Brúni var eingöngu að dreifa athyglinni frá sínum eigin vandræðum og bjargarleysi. Þetta var að vissu leiti sniðug brella hjá honum því hann nær töluverðri samstöðu um sjálfan sig þegar hann bendir á sameiginlegan (meintan) óvin. Þar að auki býst hann ekki við að 300þús manna þjóð geti svarað fyrir sig og þannig afhjúpað hann fyrir það lítilmenni sem hann virðist vera. Þar munum við koma honum á óvart. En ég held að það væri ekki vitlaust að vita hvort við eigum ekki hauk í horni þar sem Cameron er.
Við Íslendingar höfum að vísu tapað fullt af peningum en við höfum ekki tapað neinu af því sem við höfum alltaf verið stolt af. Við höfum því fulla ástæðu til að bera höfuðið hátt.
Íslandi allt!
Málshöfðun hugsanlega innan nokkurra vikna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008 | 14:45
Geimverur
Það er að mínu mati algerlega útilokað að nokkuð komi út úr breskum geimverurannsóknum þar sem forsætisráðherra breta er sjálfur stórhættuleg geimvera.
Svei!
Bretar rannsaka fljúgandi furðuhluti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2008 | 17:47
Gott framtak
Auðvitað ráða hér sérhagsmunir einhverju. Þeir fá mjög mikla velvild og góða kynningu fyrir sínar vörur. Þetta er hins vegar það sem við þurfum svo mjög á að halda - og þeir líka því aukinn stöðugleiki er öllum í hag.
Ég vona að önnur fyrirtæki sjái að ekki gengur að Ölgerðin nái yfirburða velvild með slíkum aðgerðum, og leiki sama leikinn.
Í alvöru talað þá er þetta fordæmi sem ég vona að aðrir líti til.
Áfram Ölgerð!
Ölgerðin lækkar verð á innfluttum vörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 18:11
Við stöndum upp aftur
Það er ótrúlegt hvernig hlutirnir endurtaka sig. Sagt er að ekkert sé nýtt undir sólinni og það er svo sannarlega að sannast á þessum dögum. Yfirverð hlutabréfa og offjárfestingar sem gengu eingöngu fyrir því að menn töldu yfirverðið hækka enn meira er eitthvað sem maður las um í framhaldsskóla um kreppuna miklu á fyrri hluta seinustu aldar.
Vísitölur hafa hrunið í dag um allan heim - meir en nokkurn tíma í 20 ár.
Ríkisstjórnin er sennilega að gera rétta hluti núna enda þótt manni ói við slíkum raunveruleika - en hún verður að verja okkur almenna borgara eins og hægt er. En það eru ekkert lítil völd sem þarna safnast á hendur ríkisins.
En ríkisstjórnir gerðu mörg mistökin í kreppunni miklu sem gerðu hana dýpri. Nú mega menn ekki gera sömu mistökin.
Ég hefði bara ekki trúað því að sjá slíka tíma.
En rétt eins og kreppan mikla virðist vera afturgengin munum við einnig sjá góða tíma á ný - og örugglega fyrr heldur en maður heldur í dag.
Þegar maður hleypur er mikil hætta á því að maður hrasi. Stundum meiðir maður sig. En maður hættir ekki að hlaupa heldur stendur upp - hristir sig og hleypur af stað á ný. Fer bara aðeins varlegar.
Það gerum við líka
Víðtækar heimildir til inngripa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 12:43
Gekk vel í Ólafsvík
Mér fannst í raun ganga ótrúlega vel hjá okkur. Það hefðu sjálfsagt fleiri mátt ganga, en þá tóku þátttakendur bara á sig tvö hverfi í staðinn. Það voru að vísu margir í burtu, eins og búast má við í sjávarþorpi, þegar sjávarútvegssýningin stendur sem hæst. En fólk var virkilega reiðubúið að gefa af sér og það var mjög ánægjulegt.
Það er mun ánægjulegra að vita af svona hjálparstarfsemi heldur en þvingaðri þátttöku í gegnum skattfé. Ég hef líka meiri trú á því að þessi aðstoð komist til skila heldur en pólitíska aðstoðin sem mér finnst oft að stjórnmálamennirnir noti til að koma mynd af sjálfum sér í fjölmiðla.
En gærdagurinn var ekki svo slæmur.
Dræm uppskera af Göngu til góðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2008 | 23:19
Fleiri góðar fréttir
Maður veltir fyrir sér hversu miklar rannsóknir þurfti til að komast að þessarri niðurstöðu:
Þeir sem eru veikburða og oft frá vinnu vegna veikinda deyja frekar og fyrr heldur en hinir sem eru hraustir og þurfa ekki á veikindadögum að halda.
Snillingar!
Það hefði ekki komið mér á óvart að þessar niðurstöður kæmu frá íslensku Hafrannsóknarstofnuninni en svo er þó ekki.
Á þessum dögum bölmóðs og slæmra frétta er þessi frétt þó tilefni til þess að brosa og gleðjast.
ÞESSIR VÍSINDAMENN ERU EKKI Á LAUNUM ÍSLENSKA RÍKISINS
Fylgni á milli veikindafrídaga og dauðsfalla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)