Færsluflokkur: Bloggar

Skattalækkanir - óskalistinn

Það sem ég myndi helst vilja sjá hér er: 3% lækkun á tekjuskatti, á móti kæmi heimild til sveitarfélaga til að hækka útsvarið um 1% = 2% raunlækkun. Þar með gæti mögulega skapast svigrúm til að hækka laun grunnskólakennara og leikskólakennara og/eða byrja að greiða niður skuldir sveitarfélaganna.

Einnig held ég að lækkun eldsneytisgjalds sé bráðnauðsynleg, enda hlyti það að skila sér í minni verðbólgu.

Ennfremur þarf að hreinsa til í þeim tekjuliðum ríkissjóðs sem virka sem þröskuldur á samkeppni erlendra fyrirtækja við íslensk, á mörkuðum hérlendis. Þetta gæti verið það mál sem neytendunum kæmi best (hér er ég að meina tryggingamarkað, lyfjamarkað og bankamarkað, svo fátt eitt sé nefnt).

Mér finnst eins og ég sé að skrifa jólasveininum - en það er bara febrúarErrm.


mbl.is Lækkun skatta tengd samningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NOVA Pain in the ass

Ég er að verða vitlaus á þessari auglýsingu inni á blog síðunni minniAngry . Þetta fer þó enn meir í taugarnar á mér þegar ég er að lesa blogg annarra og hluti textans sést ekki fyrir NOVA auglýsingunni. Mig grunar að þeir skjóti sig í fótinn með svona troðningi, það hljóta að vera fleiri en ég sem eru búnir að heita því að kaupa aldrei þjónustu þeirra, bara út af pirringi.d_billeder_pain_in_the_butt_431857

Sjávarútvegsstefna VG

Ég var að skoða sjávarútvegsstefnu Vinstri Grænna og fleiri flokka vegna verkefnis sem ég er að vinna. Ég rakst þá á alveg stórskemmtilega tillögu:

,,Undirbúin verði tilraun með að heimila sumarveiðar á minni bátum með handfrjálsum búnaði frá sjávarjörðum og einnig gefist upprennnandi sjómönnum sem öðlast vilja reynslu og þjálfun kostur á hinu sama á grundvelli sérstakra reynsluleyfa. Ætíð verði um staðbundna/svæðisbundna, takmarkaða og óframseljanlega möguleika að ræða og jafnframt sé fyllsta öryggis gætt."

Nú verður einhver að segja mér hvaða tækninýjungar er verið að tala um hér. Hvernig virkar handfrjáls búnaður til veiða á minni bátum?? Hefur maður þá eitthvað hangandi á eyranu?

Sýnir þetta kannski hvað menn hafa mikið vit á því sem verið er að ræða??

LoL


Álit mannréttindanefndar Sþ.

Ég var að ljúka við að lesa margumrætt álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Ég verð að segja að sjaldan hef ég séð eins loðið og ómerkilegt skjal. Eftir því sem ég kemst næst telur nefndin að fiskveiðistjórnunarkerfið sé ósanngjarnt vegna þess  að forréttindi hafi verið veitt upphaflegum handhöfum kvótans. Nefndin telur á þessum forsendum að Ísland sé skuldbundið til að veita þeim sem sóttu málið til nefndarinnar raunhæfa úrbót að meðtöldum skaðabótum og auk þess að endurskoða fiskveiðistjórnkerfi sitt.

Hananú!

Þá er vitað hvað skal gera... er það ekki? Hver er raunhæf úrbót? Hvernig á að endurskoða kerfið?

Ef við gefum okkur að upphafleg úthlutun hafi verið ósanngjörn, sem ég tel reyndar ekki vera, hvernig ætlum við þá að leiðrétta þá ósanngirni? Þeir sem fengu úthlutað forréttindunum, eins og það er kallað í álitinu, eru flestir farnir úr greininni og þeir sem eru nú innan greinarinnar hafa greitt fyrir sínar aflaheimildir fullt verð. Þeir sem sóttu málið til nefndarinnar hafa því setið við sama borð og þeir sem nú yrðu þolendur endurskoðunarinnar. Eða á kannski að sækja bætur til upphaflega handhafa kvótans - elta þá uppi eins og stríðsglæpamenn? 

Mín skoðun er reyndar sú að það verði að fara varlega í að kalla upphaflega úthlutun gjöf. Það var verið að skerða veiðiréttindi þeirra sem voru í greininni verulega. Vissulega fengu þeir sem voru ekki í greininni ekki veiðiheimildir - en það var heldur ekki verið að skerða þá. Hvernig getur skerðing verið gjöf?

Þá má einnig velta því fyrir sér, ef það er ósanngjarnt að þeir sem voru ekki í greininni við úhlutun veiðiheimildanna fengu ekki veiðiheimildir, hvort ekki hafi verið fólgin hrópandi ósanngirni í því að sumir bátar fengu úthlutað 500 tonna kvóta en aðrir 50 tonna kvóta? Hver er munurinn á þeim sem voru utan greinarinnar, höfðu ekkert fjárfest og ekkert veitt og höfðu því ekki neina viðmiðun til að fá kvóta, og þeim sem höfðu fjárfest, veitt lítið á viðmiðunarárunum og fengu því aðeins lítinn kvóta? Geta þeir þá sótt mál á hendur hinum sem voru duglegir við að skapa sér viðmiðun?

Álit meirihluta nefndarinnar byggir á þessari meintu ósanngirni í fortíðinni - fyrir 25 árum síðan. Álitið byggir á moðreyk sem mögulega stafar af glæðum sem slokknað er í. Nú er aðeins reykurinn eftir.


Hillary aðal - Obama til vara

Ég held að Hillary hafi meira að gera í þetta og að hún gæti tekið aðeins af fylgi republikana yfir til sín. Andstæðingar hennar hafa kallað hana Bush light og það hefur sínar ástæður en ég held að þegar allt kemur til alls eigi demókratarnir eftir að fylkja sér að baki henni og að auki nái hún í fylgi úr hinni áttinni líka.

Obama verður svo notaður sem sópur til að fá blökkumenn og minnihlutahópa á kjörstað.


mbl.is Baráttan á eftir að harðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstra lærið

Það var nú gott að hann beit hann ekki í hægra lærið!!!
mbl.is Beit mann í lærið í gleðskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brrrr...

Brrrr...

Hún er nú ansi kuldaleg, hin hnattræna hlýnun.

 

Ég er annars búinn að vera að leita að frétt sem ég heyrði í fyrradag um aðvaranir einhverra vísindamanna um að lítil ísöld væri í aðsigi eftir 50 ár en fann hvergi neitt. Ég spyr mig: Af hverju fjallar Mbl og aðrir miðlar strax og ítarlega um fréttir af hlýnun en ekkert um fréttir af kólnun?

Ég get ekki svarað því þannig að ég rýk út í bíl og ætla að láta hann ganga í allt kvöld til að hægja á kólnuninni.

Brrrr...


mbl.is Vetrarhörkur í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar kom að því

Nú lýsi ég mig sammála Kolbrúnu Halldórsdóttur. Ég vissi að það ætti aldrei að segja aldrei.

Það er reyndar ekki langt síðan ég ræddi þetta við manneskju sem er öllum hnútum kunnug á Alþingi. Hún sagði mér reyndar að hingað til hefði þetta verið svolítið dýrt batterý en það styttist í að tækni til að gera þetta á ódýrari máta gæti verið tekin í notkun.

Ef það sparar okkur peninga þá er ég alveg til í að bíða til 2009 en ég tel að útvarp frá Alþingi sé góð hugmynd.

 

Svo ef við tökum þann pólinn í hæðinni þá mætti eflaust varpa einhverjum út frá AlþingiWink.


mbl.is Vilja láta útvarpa frá Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíðarfyrirkomulag?

Möguleg orðsending í næstu kosningabaráttu:

,,Þessi frambjóðandi var í boði Dressmann"LoL


mbl.is Undrandi á fjölmiðlaumræðu um fatakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekkert persónulegt, heldur málefni!

Snérust átökin sem BIH stóð í um persónu hans fremur en málefni?

Það sem maður hjó helst eftir var að Björn var dressaður upp í kosningabaráttunni á kostnað flokksins... sem hann taldi þó ekkert stórmál af því að hann er nú þegar vaxinn upp úr þeim. Eru það ekki málefni að þarna er verið að fjármagna einkaneyslu stjórnmálamanna? Eða var það hugsjónastarf að klæða Björn Inga almennilega upp? Voru framsóknarmenn fullir vorkunnar yfir útganginum á frambjóðandanum?

Í annan stað kemur í ljós að fatapeningarnir voru ekki gefnir upp til skatts. Við sem höfum unnið almenna vinnu, t.d. við sjómennsku vitum að skattstjórar krefjast þess meira að segja að 2 samlokur á dag á að gefa upp til skatts, komi þær frá vinnuveitanda. Fatapeningar þess þá heldur!

En siðferði er þá sem sagt ekki málefni.

Ég er sammála Guðna um það að biðja menn um að gæta að sér. Þegar menn eru á kafi í pólitík þá eiga menn að vera með allt á hreinu, jafnvel miklu frekar en aðrir. Það er merki um hirðuleysi og kæruleysi að gefa slíkan höggstað á sér. Menn í þessum bransa, sama í hvaða flokki, eiga að vita að andstæðingar og fréttamenn láta slíka veika bletti ekki fram hjá sér fara. Og hver er þá besta lausnin? = Að vera með hreinan skjöld.

Það er ekkert persónulegt. Það er málefni!


mbl.is Framsóknarmenn slíðri sverðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband