Færsluflokkur: Bloggar
28.2.2008 | 10:25
Uppfræðsla VG
Í Stjórnmálaskóla Vinstri Grænna er mikil áhersla lögð á mótmæli og skipulagningu þeirra. Eins og sjá má hér. Það tónar vel við þá skoðun mína að VG þrífist á óánægju og fýlu. Að ná að kynda undir skapi manna, búa til almennileg mótmæli er gamalt og gott trix.
Best er þó ef mótmælin ná ekki árangri sínum. Þá verða menn ennþá svekktari og óánægðari, og það hentar forystu Vinstri Grænna vel. Þá eru þeir sem fremstir fara og gaspra mest og hæst píslarvottar og hetjur. Þess vegna er langbest að beita sér ekki fyrir einhverju raunhæfu - það bara gleymist.
Þetta er það sem gefur VG fylgi. Þess vegna leggja þeir áherslu á slíka uppfræðslu. Þetta er ósköp eðlileg viðleitni flokks til að halda sér á lífi. Flokks sem er búinn að sjá að hann mun aldrei komast langt á sínum ,,EITTHVAÐ ANNAÐ" lausnum eigi hann að hrinda þeim í framkvæmd.
Sennilega er það flokksins versta martröð að lenda í ríkisstjórn - þá þyrfti að fara að bera ábyrgð á öllu gasprinu.
Það held ég nú
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.2.2008 | 15:56
Gott mál
Það er ánægjulegt að ábyrgð einstaklinga á sjálfum sér nái inn í bloggheimana. Hér á ekki að vera eitthvað Villta Vestur þar sem enginn ber ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut.
Það er að mínu mati vafamál hvað teljast meiðyrði og hvað ekki og hér er spurning hvort dómurinn sé of þungur eða ekki. Það er hins vegar alveg klárt að hér er ekki vegið að málfrelsi því hér er engin frelsisskerðing í gangi. Menn mega segja hvað sem er - en menn verða að bera ábyrgð á sínum orðum sjálfir. Málið er að frelsi eins má ekki skerða frelsi annars. Þess vegna verður ábyrgðin að vera skýr.
Það er gott skref að sú ábyrgð nái yfir alla miðla. Menn ráða svo hvernig þeir spila úr þeirri ábyrgð.
Spurning með Össur (og hans ,,myndræna" stíl)
Sekur um meiðyrði á bloggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.2.2008 | 12:14
Huddersfield
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2008 | 12:02
Þorskur finnst við Breiðafjörð
Alltaf koma þessar fréttir manni spánskt fyrir sjónir þegar maður lítur til þess að menn glíma við gríðarlegan niðurskurð í þorskkvóta en eru að kafna í þorski. Það þarf ekkert að leita að þorskinum heldur leita menn að stöðum þar sem þeir fá ekki þorsk. Gríðarleg þorskveiði hefur verið síðustu vikur í og við Breiðafjörð. Sumir hafa sótt í þorskinn en aðrir ekki því maður þarf að eiga þorskaflaheimildir á móti þeim ýsukvóta sem eftir er að veiða. Samt er það orðið þannig að þótt maður sé að sækja í ýsuna og reyna að halda sig á stöðum þar sem minna hlutfall er af þorski þá er hann samt orðinn yfir helmingur af afla. Það hefur komið ágætlega út af því þetta er ofsalega stór og fallegur þorskur.
Ég er ekki að segja að þetta sé endilega mikið meira en önnur ár en það sem ég meina er að þetta er heldur ekkert minna! Aflamynstrið er svipað ár eftir ár eftir ár.
Þess vegna er 30% minni kvóti en í fyrra undarleg staðreynd.
Ég veit að það liggja einhverjar aðrar forsendur fyrir við loðnuveiðar en okkur sem erum á kafi í þorsknum finnst skrítið að það sé leitað að síðustu loðnunni með það sjónarmið að reyna að veiða meira þegar loðnustofninn er svo greinilega í einhverri vitleysu. Vísindamennirnir reyna og reyna svo að sannfæra sjómenn og aðra um að þorskurinn sé í slæmu ástandi þrátt fyrir að hann finnist í svo miklu magni að það er eiginlega til vandræða.
Skrítið
Loðna finnst við Hjörleifshöfða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2008 | 00:31
Geiri og Grani?
Geta ekki ákvarðað hvort þeir eru að rannsaka glæpi? Nei nei, hægri fætur fólks í Bresku Kólumbíu eru bara svona lausir - sérstaklega nr. 42 - enda stórhættulegt að fara út að hlaupa. Þeir detta bara af!
Ég get hjálpað þeim með eitt fyrst að þeir geta ekki ákvarðað hvort þessir þrír hægri fætur tengjast:
Þeir tengjast allavega ekki allir líkamlega!
Þriðja fótinn rekur á land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2008 | 00:08
Liverpool íslenskt??
Ég bjóst nú alveg eins við þessum úrslitum, var reyndar búinn að spá þeim 2-1 sigri.
Ég viðurkenni að ég hef mjög takmarkað vit á fótbolta og ætti sennilega ekkert að vera að tjá mig um hann en maðurinn sem vinnur með mér er áhangandi Liverpool nr. 1. og smám saman er ég að komast inn í þetta.
Það sem ég er að pæla er að mér finnast líkindi með íslenska handboltalandsliðinu og Liverpool. Og ekki bara núna heldur nokkuð lengi. Íslendingar eiga það til að vinna sigur á sterkustu liðunum en tapa svo fyrir einhverjum algjörum lúserum. Inter Milan er (að mér skilst) mjög sterkt lið...
Hvernig var þetta svo aftur með Barnsley???
Skiljiði hvað ég er að fara?
Liverpool sigraði Inter 2:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2008 | 10:31
Fídel Kastró hefur sagt af sér!!
Þetta er ansi merkilegt útaf fyrir sig. Ég hefði ekki verið hissa þótt hann hefði verið látinn hanga í sínu embætti til dauðadags og jafnvel lengur. Hélt meira að segja á tímabili að hann væri dáinn. Þetta er sennilega gáfulegt hjá honum því nú getur hann stjórnað því betur hver tekur við, án þess að allt leysist upp í byltingu.
Kúba er áhugaverð. Fyrir margar sakir: Það er t.d. sérstakt að þarna skuli vera kommúnistaríki í slíku nábýli við aðalandstæðing sinn. Árangurinn má svo náttúrulega mæla í flæði íbúanna. Hvert liggur flóttamannastraumurinn, inn eða út úr Kúbu???
Þarna fer fram tilraun á sviði stjórnmálafræðinnar sem gaman væri að fræðast enn frekar um. Stjórnmálafræðinemar ættu að fara í hópferð til Kúbu.
Kastró segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2008 | 15:46
Rangt hjá Steingrími
Þegar Steingrímur heldur því fram að ríkisstjórnin hafi hafnað því að létta sérstaklega sköttum af lægri launum er hann að fara með rangt mál... og það veit hann vel. Það er alveg með ólíkindum að þegar menn eru orðnir uppiskroppa með hluti til að argast út í þá skuli menn bara hreinlega ljúga. Maðurinn ætti að skammast sín fyrir að ljúga að stuðningsmönnum sínum, sem taka sjálfsagt andköf af heilagri reiði yfir meintu óréttlæti.
Þegar persónuafsláttur hækkar um 1000 krónur þá er það mun hærra hlutfall af 150 þúsundum heldur en 500 þúsundum. Hver þúsund króna hækkun persónuafsláttar jafngildir tæplega 0,7% af 150 þúsundum en 0,2% af 500 þúsundum. Það er ekkert flóknara en það.
Steingrímur skilur auk þess vel að lækkun á fyrirtæki kemur launþegum vel að því leiti að þá eru þau betur í stakk búin til að borga hærri laun. Hann vill hins vegar ekki brjóta upp vanalegt mynstur sitt og skammast eins og vanalega yfir skattalækkunum.
Kommúnískt hugarfar þrífst á vandlætingu, ofsa, bölsýni og fýlu - Átrúnaðargoð vinstrimannanna hefur sýnt það og sannað.
En verða fylgendur hans ekkert leiðir á því að láta ljúga svona að sér?
Steingrímur segir laun enn langt undir framfærslukostnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.2.2008 | 21:14
Barnsley??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 00:53
Yfirlýsing
Fordómar byggjast eingöngu á fávísi, fávísi og aftur fávísi....var ég búinn að nefna fávísi?
Fordómum verður sjálfsagt aldrei útrýmt en það er nauðsynlegt að bregðast við. Hér þarf að bregðast við með fræðslu og upplýsingu. Það er líka rétti tíminn til þess núna. Það er langt til næstu kosninga, sem gæti orðið til þess að umræðan verði á vitsmunalegum forsendum en ekki í upphrópana og slagorðastíl.
Þetta er gott framtak og nauðsynlegt hjá Bubba. Sú staðreynd að pólitíkusarnir séu til í að vera með er kannski ekki eingöngu og bara hægt að skrifa á fórnfýsi, en Geir gefur þó visst ,,statement" með þátttökunni og ég er mjög ánægður með það.
Gott hjá þér Geir - Gott hjá þér Bubbi
Forsætisráðherra ætlar að taka lagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)