Færsluflokkur: Bloggar
22.1.2008 | 13:23
Tapað/Fundið
Lýsi eftir undirskriftalistum haustsins
Stóð ekki síðasti meirihluti og féll með einum manni? Og þar síðasti líka ef út í það er farið? Ég býst við að undirskriftarlistarnir hafi bara týnst þá...
Hvað sem mönnum finnst um þessa farsakenndu atburðarrás (sem minnir óneitanlega dálítið á þegar Bobby kom aftur í Dallas) þá er þetta ekkert minna lýðræðislegt en þegar meirihluti Dags B. var stofnaður í haust.
Við verðum bara að gera kröfu um að borgarstjórnin vinni vinnuna sína vel... og fari nú að hugsa um að vinna en ekki bara að hugsa um hverjir ráða yfir skóflunum í sandkassanum.
Mótmæla nýjum meirihluta í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2008 | 20:25
Gagn og gaman
Mér líst bara nokkuð vel á stefnuyfirlýsinguna og hún er þónokkuð í sama dúr og ég hafði ritað HÉR. Fyrir nú utan það að það er strax plús að það skuli vera stefnuyfirlýsing yfirleitt. Það er strax bót í máli miðað við fráfarandi meirihluta.
Ég hef vissar áhyggjur af Margréti Sverrisdóttur sem hefur verið með ákveðnar yfirlýsingar en annars á þetta örugglega eftir að ganga vel. Hún sem var svo ánægð og glöð fyrir u.þ.b. 100 dögum síðan.
Ég verð að viðurkenna að púkinn í mér hlær dátt þessa stundina - og einstöku glott læðist fram á varir mínar, minnugur þess hvernig stemmingin var hér í HÍ daginn sem síðasti meirihluti var myndaður (verð að viðurkenna að þetta fer að verða nokkuð ruglingslegt). Þá sá maður suma brosandi hringinn, en aðra eins og í jarðarför. Það verður fróðlegt að sjá sömu andlit í fyrramálið.
Annars er ég svosem lítið annað en áhugasamur áhorfandi sem hefur töluvert gaman af því að fara á farsa í leikhúsi. Þetta hefur því allt saman mikið skemmtanagildi. En þegar maður kemst niður úr gríngírnum og nær að halda aftur af púkanum fagnar maður að sjálfsögðu. Þetta er mikilvægur dagur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og ég hef trú á því að þetta sé heilladagur fyrir borgina.
Nú verða mínir menn að standa sig vel, vinna hratt og örugglega og sýna kraftinn sem í Sjálfstæðisfólkinu býr. Við höfum ekki efni á því í næstu kosningum að hafa drollað.
Áfram XD
F-listi og D-listi í samstarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2008 | 18:43
Skin og skúrir
Hananú!
Hér gildir það sama eins og með íslenska veðráttu: ,,Ef þú ert ekki ánægður með veðrið, bíddu þá í 5 mínútur"
Ég vona að þetta verði Reykvíkingum til góðs og að góðviðrið haldist nú eitthvað lengur en blíðukaflinn sem endaði í haust.
Nýr meirihluti kynntur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2008 | 14:42
Hvað þá verður veit nú enginn...
Það verður að segjast að fyrir stjórnmálafræðinema, og aðra áhugasama um pólitík, eru þetta spennandi tímar. Hvað svo verður veit maður ekki. Er þetta allt rétt, eða ekki rétt. Hvað er með Guðjón? Nú er Halldór Ásgrímsson búinn að rísa upp til varnar fyrir Björn Inga og lýsa yfir sínum stuðningi. Spurningin er sú, hversu mikið vægi hann hefur innan flokksins ennþá. Guðjón Ólafur vildi einmitt meina að Björn Ingi væri eingöngu að kalla á stuðningsyfirlýsingar, gæti það verið rétt? Það er líka spurning hvort Jónína Bjartmars lætur eitthvað í sér heyra, en samkvæmt Guðjóni er hún líka gangandi eldhúshnífastatíf, eins og Guðjón.
Hvað meirihluta eða ekki-meirihluta í borginni varðar er erfitt um að spá. Mér þætti gott ef Villi og co. og Ólafur næðu saman. Sá meirihluti ætti þá að einbeita sér að því að ná fram stöðugleika í borgarpólitíkinni, klára Sundabrautina, klára mislæg gatnamót Kringlumýrar- og Miklubrautar og lækka fasteignagjöldin.
Ef úr verður, verða menn að standa stöðugir, sýna trúverðugleika og heiðarleika. Það skorar mest í næstu kosningabaráttu.
Borgarstjóri: Enginn fótur fyrir meirihlutaviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2008 | 14:23
Sorglegt
Þetta er auðvitað sorglegt, sérstaklega í ljósi þess að manni finnst vera nóg af þorski. Það virðist vera ósköp venjulegt árferði í veiðiskapnum. Október var lélegur og megnið af nóvember líka, sérstaklega af því að maður forðaðist þá staði sem maður vissi að gæfu aðeins af sér hreinan þorsk. Síðan fór að rætast úr og nú er nóg af þorski fyrir alla sem vilja. Þeir eru bara fáir sem vilja fá þorskinn. Sem betur fer er allt yfirfullt af ýsu, óþarflega lítið af stærstu ýsunni en þó virðist hún vera að sækja á síðustu vikur. Menn hafa því getað sótt í ýsuna.
Þetta er sami árstíðabundi (tíðar)hringurinn eins og öll síðustu ár (2001 undanskilið, þa vorum við nánast búnir með þorskkvótann í byrjun jan). Dómsdagsyfirlýsingar vísindamannanna koma því okkur sem erum í bransanum undarlega fyrir sjónir.
Sérhæfingin, og aukin fullvinnsla með tilheyrandi verðmætasköpun, er góð. Og það væri gott ef þeir fara að spá meira í að vinna loðnuna á þessu svæði (og kannski síld líka) í stað þess að sigla með hana hringinn í kringum landið. Það er hins vegar sárt að hugsa til allra uppsagnanna. Sérstaklega fyrir þá sem hafa efasemdir um orsakirnar.....
Grandi hættir landvinnslu botnfisks í núverandi mynd á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2008 | 15:47
Lífið er ljúft
Það er fátt bitastætt í fréttum þannig að hér læt ég smá pistil um mína daga:
Þeir róðrar sem ég fór í í síðustu viku tókust vel og töluvert mikið var af þorski og mjög vel höldnum. Þetta er reyndar sama sagan ár eftir ár eftir ár. Haustin eru róleg og stundum léleg og lítið um almennilegan þorsk, síðan þegar kemur fram í lok nóvember fer að glæðast og í janúar er fiskiríið orðið gott. Það er vissulega undarlegt að við sjómennirnir skulum aldrei verða varir við þær gríðarlegu breytingar sem eiga að hafa orðið í þorskinum allra síðustu ár. Ef það er orðið svona lítið af þorski, ættum við þá ekki að verða meira varir við fiskleysi??? Hins vegar hafa menn verið að forðast þorsk nú og í allt haust og það kemur svo örugglega til með að skekkja myndina enn meira, í augum Hafró. Svona er sjómannslífið undarlegt.
Í gær stýrði ég fundi í smábátafélaginu Snæfelli og það gekk mjög vel. Fundurinn var mjög áhugaverður en þar var rætt og kosið um kjarasamning fyrir smábátaflotann. Samningurinn var felldur með öllum þorra atkvæða, enda hnökrar á honum sem ekki var hægt að láta fram hjá sér fara.
Í skólanefndinni er nú verið að fara yfir nýju skólafrumvörpin og það er töluvert lesefni sem þarf að fara yfir þar bæði fyrir leikskólann og grunnskólann. Það er síður en svo víst að sumar breytingarnar henti minni samfélögum þrátt fyrir að vera kannski þarfar breytingar fyrir stærstu sveitarfélögin. Sjáum hvað setur...
Nú er skólinn að fara af stað aftur og spennandi námskeið framundan. Sérstakan áhuga hef ég á námskeiði sem heitir ,,Stjórnmál og stjórnsýsla sveitarfélaga" og öðrum sem heitir ,,Almenningsálit og stjórnmálaatferli".
Í hádeginu borðaði ég í nýju aðstöðunni á Háskólatorginu. Mötuneytið heitir ,,Háma" sem mér finnst nú ekkert sérstaklega aðlaðandi nafn og að sjá það við hverja sætabrauðstegundina sem á boðstólum er, finnst mér ekki fallið til þess að auka á matarlist kaupenda en því meira á samviskubitið. Mjög hávært er í matsalnum og ég á erfitt með að sjá fyrir mér að það verði jafn hlýlegt að sitja þarna og spjalla yfir hádegisverðinum eins og í hinum litlu en hlýlegu kaffistofum sem hingað til hafa verið notaðar. En hver veit?
Aðstaðan verður þó sennilega mjög flott og góð og það er gott að vera kominn með bóksöluna og alla þjónustu svona miðlægt og undir sama þak.
Lífið er bara nokkuð ljúft og ég verð að vera nokkuð ánægður með að þurfa ekki að naga mig í handabökin yfir hlutabréfamarkaðnum. Svona er þetta. Í sumar bölvaði ég heigulshætti mínum fyrir að taka aldrei sénsinn og fara út í fjárfestingar á markaðnum... nú er ég feginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2008 | 09:31
Bíðastæði???
Hvernig stendur á því að það er farið að bera mikið á stafsetningar og málfarsvillum hjá mbl? Þá er ég ekki bara að tala um mbl.is heldur einnig Morgunblaðið sjálft. Það er ekki mjög langt síðan að maður gat gengið að því sem vísu að slíkt finndist ekki í Mogganum. Íhaldssemin og aginn hafði ráðið ríkjum í þeim efnum og það var gott. Nú virðist hafa orðið breyting þar á. Afkáralegar setningar, innsláttarvillur og undarleg notkun orðatiltækja er farin að láta á sér bera í gamla góða Mogganum, en hingað til hafði maður aðeins hrist hausinn yfir Fréttablað(r)inu og DV.
Sjálfsagt segja einhverjir að þetta sé vegna kröfunnar um aukinn hraða en ég er ekki viss um að það sé rétt. Það hefði ekki tekið langan tíma að lesa þessa frétt einu sinni yfir og lagfæra villuna. Ég held mikið frekar að þetta sé merki um aukið hirðuleysi og minni aga.
Fyrir svo utan það að mér er farið að finnast ósköp fátt fréttnæmt á mbl.is. Annars væri maður varla að þusa yfir innsláttarvillum.
Svo er spurning hvort ,,bíðastæði" séu í raun stæði þar sem maður bíður eftir því að fá bílastæði!
Mörg umferðaróhöpp við Kringluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2008 | 23:12
MARGIR!!!
Á maður að trúa því að það sé bara keyrt framhjá án þess að blikna? Ef svo er hlýtur samviskubitið að naga þá hina sömu ansi sárt þessa stundina, og það er líka allt í lagi.
Ég lenti í því fyrir 2 árum að keyra fram á tvö ungmenni gangandi í hríðarbyl og myrkri kl. 6:30 að morgniá náttfötunum einum fata. Ég hélt í alvöru að ég væri að sjá ofsjónir, svo undarlega kom mér þetta fyrir sjónir, en stoppaði þó sem betur fór, þegar ég var kominn um 20 metra framhjá. Þau höfðu ekið útaf og höfðu gengið af stað til byggða og var orðið ansi kalt. Sem betur fór stoppaði ég til að athuga með þessar ofsjónir mínar.
Maður stoppar þegar maður telur að manns geti verið þörf. Maður tekur ekki sénsinn á að svo sé ekki.
Það er bara þannig!
Margir óku framhjá slösuðum manni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2008 | 14:53
Kominn aftur heim
Þá er maður kominn aftur heim óbrotinn og að öllu leiti heill á húfi þrátt fyrir mikil tilþrif í skíðabrekkum ítölsku alpanna. Það var yndislegt að skíða í sólinni á milli trjánna með fjölskyldunni sem á þessa íþrótt sem sameiginlegt áhugamál.
Nú fer að líða að því að skólinn byrji aftur en mér sýnist nú að maður nái að fara í nokkra róðra áður en allt fer af stað. Ég vona að verstu stormar vetrarins séu nú að baki og tíðarfarið verði okkur öllum sæmilega hagstætt.
Ég óska öllum sem villast inn á þessa síðu gleðilegs og gæfuríks árs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2007 | 21:55
Betra að búa ódýrt
Dýrast að búa á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)