Færsluflokkur: Bloggar

Fíklar í sandkassaleik??

Ekki kemur þetta mikið á óvart. Hafa vinstri stjórnir yfirleitt einhvern tíma lækkað skatta??   Vinstri flokkarnir hafa frekað þyngt skattbyrðina og búið til nýjar og verið bara nokkuð duglegir við það. REI listinn vill frekar dreifa út 270 milljónum (sem vaxa auðvitað á trjánum) handstýrt út og stuðla þannig að því að seinka óhjákvæmilegri leiðréttingu íbúðaverðs.

Þá heldur íbúðaverð áfram að hækka, efnalitlir hafa litla möguleika á því að eiga fyrir útborguninni, sem þrátt fyrir að vera orðin lægri prósenta af heildaríbúðarverði er samt sem áður orðin miklu hærri upphæð en nokkurn tíma áður, og síðast en ekki síst fasteignagjöldin halda áfram að hækka (vegna hækkunar íbúðaverðs). Þeir sem sjá um að reka borgarsjóð hafa mesta hagsmuni af áframhaldandi hækkun íbúðaverðs og það hlakkar í þeim um leið og þeir þykjast hafa samúð með íbúðarkaupendum. Þess vegna munu þeir reyna að "hjálpa" fólki að kaupa íbúðir á yfirverði til að halda vitleysunni lifandi. Þeir hafa mestan hag af því að þenslan á markaðnum haldi áfram! Þetta er eins konar fíkn og verður ekki læknuð nema á róttækan hátt!Police

Það kæmi hinum efnaminni aftur á móti mikið betur að þenslan sigi aðeins til baka, vextir kæmust kannski aftur í eðlilegt horf og útborgun yrði kannski aftur yfirstíganlegt dæmi (sem er háð því að hér verði raunveruleg kaupmáttaraukning - sem er aftur háð því að verðbólga minnki - sem er einmitt háð því aftur að íbúðaverð haldi ekki áfram að hækka á brjálæðislegan hátt !!!! Þetta bítur í skottið á sjálfu sér).  En það yrði REI listanum ekki að skapi því þá minnkar svigrúm þeirra til handahófskenndra (enginn málefnasamningur til) útbýtinga og eyðslusemi.

Hitt er svo annað mál að útilokað var að núverandi borgarstjórnarmeirihluti myndi samþykkja tillögu minnihlutans - sama hversu góð hún hefði verið. Það tíðkast bara ekki í sandkassanum!


mbl.is Tillaga um að lækka fasteignaskatt felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira drama = meira fé

Skyldu þeir fá frið fyrir glæpasamtökum og ofbeldismönnum í þetta skiptið? Varla. Glæpasamtökin þrífast á fjölmiðlaumfjöllun sem er oftast (að því er virðist) þeim í hag, sennilega af því að almenn hneykslan selur bæði blöð og halar inn styrki fyrir ofbeldismennina.

Meira drama = meira fé.

Þegar Sea Shepherd liðið leggur úr höfn er það að fara í róður/veiðiferð rétt eins og hvalveiðiskipin. Þeirra fengur er bara umfjöllun af "hetjulegri" (legg áherslu á að þetta er hæðni!!!) framgöngu þeirra, sem fjölmiðlarnir matreiða svo ofan í hinn fjarlæga lesanda.

Nú er ég aftur á móti búinn að fatta hvað hrefnan hérna er að gera djúpt inni í regnskógunum. Þetta stólpagáfaða dýr (næstum því manneskja) er auðvitað búið að frétta af því að japanski hvalveiðiflotinn fari af stað í nótt og hefur því ákveðið að leggja á flótta, flýja til fjalla. Það er gott hjá henni.


mbl.is Japanar á leið á hnúfubakaveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pattaraleg hrefna!

Það er tvennt merkilegt í þessari frétt:

Í fyrsta lagi: "Tólf tonna hrefna....tæplega sex metra löng..."

Samkvæmt vef Hafró (ekki fer maður nú að draga þá stofnun í efa) er hrefnan er minnst reyðarhvalanna og nær mest tæplega 10 m lengd og 8-9 tonna þyngd. Þannig að 6 metra löng hrefna sem er tólf tonn hlýtur að vera eins og kassi í laginu. Þetta er að minnsta kosti heimsmet!!!!

Í öðru lagi: "...djúpt í regnskógum Brasilíu, rúmlega 1600 kílómetra frá strönd Atlantshafsins".

Eru þrengslin í hafinu orðin svona mikil? Er þá ekki tímabært að fara að veiða eitthvað af þessum dýrum ef þær eru farnar að halda til fjalla í leit að rými eins og Bjartur í Sumarhúsum gerði vegna landþrengsla?

Svo er spurningin hvort við séum að verða vitni að annarri bylgju sjávardýra sem ætlar að ganga á land.... áður en við vitum af sveifla þær sér milli trjánna.


mbl.is Tólf tonna hrefna í Amazon-regnskóginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið í Noregi

Hvað er um að vera í Noregi? Í dag berast stöðugt ný tíðindi frá Norge. Hver frétt undarlegri en önnur. Í fyrsta lagi (of)vöxtur norskra karla. Í öðru lagi rýrnun norskra peninga (Hérna: Ríkasti maður Noregs tapaði 19 milljörðum á einum degi).

Og í þriðja lagi undarlegustu tíðindin hérna: (Kynlíf með dýrum algengt í Noregi)Errm. (Þessi frétt var á Vísi.is)

Einhver kvikindislegur (ekki ég) myndi lesa út úr þessum þremur fréttum samtals að:

Nojararnir eru orðnir einmana og einangraðir vegna vaxtarlagsins en því miður er féð einnig farið að hlaupa frá þeim.Devil


mbl.is Norskir karlar þeir feitustu í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Út úr mínum koppi takk!

Þetta hugnast mér ekki. ALLS EKKI! Ég skal sætta mig við ákveðin vegagjöld en ef það á að vera einhver gagnabanki um mínar ferðir sem plottar mig inn þá "stræka" ég og fæ mér hest!

Stóri Bróðir hefur teygt sig nógu langt. Mér er alveg sama þótt settar verði einhverjar reglur um það í hvaða tilfellum gagnabankinn verði notaður. Ég veit að þær reglur verða sveigðar og beygðar og brotnar. Ég hef dæmi um það.

Viljið þið gjöra svo vel að taka nefið upp úr mínum koppi!


mbl.is Stórmál að fylgjast með ferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Stulla

Þetta eru ánægjulegar fréttir. Alþingi má svo sannarlega við því að verða skilvirkara og sterkara. Eitt af því sem þarf að breyta er umræður um störf þingsins, sem eru svo alls ekkert umræður um störf þingsins. Hlutirinir eiga að heita réttum nöfnum og greinilegt er að þessu verður að breyta þannig að slík umræða fari fram undir réttum formerkjum og á skilvirkan hátt.

Það hefur enginn gott af lopateygingum.

Ég er viss um að Sturla mun gera góða hluti í þessu embætti. Alþingi sem stofnun græddi mikið á að fá hann sem forseta. Hann er skipulagður og dugandi og mun vonandi píska þingheiminn áfram.


mbl.is Betra Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar skýringar

Ég verð að segja að ég hef vissar efasemdir um réttmæti þess að hafa húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu inni í vísitölunni. Ég hef grun um að þar með séum við komin með einhverskonar vítahring. Nokkrir aðilar hafa rætt þetta, m.a. Kristinn Pétursson (hérna og hérna og hérna og víðar). Hér og hér á vef ASÍ.

 Þessar spurningar krefjast svara!

Það felst auk þess viss ósanngirni í því að hafa húsnæðisverð eingöngu í höfuðborginni í vísitölunni, enda getur það haft áhrif þar sem síst skyldi. Sums staðar hefur húsnæðisverð lækkað - af hverju má það ekki hafa áhrif á verðbólguna?

Mér finnst vanta greinargóða umræðu um þetta - án upphrópana og æsifréttamennsku. Mér finnst ég ekki hafa nógu mikið vit á þessu og hef grun um að svo sé um fleiri.

Skýringar takk! 


mbl.is Verðbólga ekki meiri í nóvember í 17 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindamenn í kassa

Hver borgar fyrir þetta? Inni í hvaða hvalakassa hafa þessir vísindamenn verið? Eru þetta nýjar og merkilegar uppgötvanir? Eru hvalirnir þá einstakir?

Það gefa mörg önnur dýr frá sér sérstök hljóð í tilhugalífinu. Þeir eru búnir að finna út að tiltekin hljóð tengist ágreiningi tarfa.... hafa þessir menn aldrei heyrt hunda urra hver að öðrum? Hafa þeir aldrei verið nálægt breimaköttum?

Það er ekkert merkilegt við það að kýrnar gefi frá sér sérstök hljóð í samskiptum við kálfa sína, rollur gefa frá sér blíðleg hljóð við lömb sín, mjög sérstök og frábrugðin venjulegu jarmi.

Þegar ein kýr baular þá baular önnur á móti! Eru þær þá að spjalla saman? Það getur vel verið. Þær hafa bara ekki verið skilgreindar sem ofurgáfuð kvikindi eins og hvalir. Gæti kannski verið að það sé vegna þess að fyrir verndunarsinnana eru hvalirnir tekjulind, þeir eru mátulega fjarlægir ríkum og meðalríkum meginlandsbúum til að hægt sé að færa sér í nyt söknuð þeirra eftir náttúrunni og þekkingarleysi þeirra á sömu náttúru. Þetta er allt spurning um peninga.

Það er ágætt að það eigi að þýða söng þeirra. Er ekki líka hægt að þýða ropið í rjúpunni, ég hef áhyggjur af því að skilja ekki þær skosku!Undecided


mbl.is Vísindamenn reyna að þýða söng hvalanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KRÓNUS

Hvað skal gera? Ef samkeppnisstofnun beitir einhverjum sektum þá fáum við sem verslum bara að borga brúsann. Ætti maður að refsa þeim með því að versla annars staðar? Þá gæti ég t.d. verslað í Bónus á morgun til að refsa Krónunni og svo í Krónunni á mánudaginn til að refsa Bónus. Það er nú góð hugmynd.

Það er eitthvað að ef það getur ekki komið hingað einn aðili í viðbót og veitt þessum verslunum aðhald. Ef gróðinn er svona mikill þá hljóta fleiri að vilja taka þátt. Sá aðili myndi alla vega græða núna þegar við erum í fýlu við ,,Krónus".

Ég er alla vega feginn að hafa minn kaupmann í þorpinu mínu ennþá. Ég veit þó alla vega að uppsett verð er það verð sem ég borga. Kannski einhverjum krónum dýrari, en ég borga þó ekki hærra verð en það sem stendur á vörunni.


mbl.is Kerfisbundið haft áhrif á verðkannanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað fær Jón í afmælisgjöf?

Hugsið ykkur nú hvaða afmælisgjafir við gætum fært honum Jóni. Við gætum hleypt framsóknarmönnum og samfylkingunni saman í ríkisstjórn þarna um vorið og hoppað inn í hlýjan arm Evrópusambandsins. Það held ég að Jón Forseti myndi snúa sér við í gröfinni.

En þetta er ekkert langsótt. Möguleikinn er alltaf fyrir hendi að við missum fullveldi okkar til Brussel ef áróðurinn heldur endalaust áfram: Krónan ónýt, þurfum að opna á erlenda fjárfestingu í sjávarútveginn, verðum að taka upp evru, það myndi sjálfkrafa koma upp ,,evrópuverð á matvælum" (hvað sem það nú er), íslenskan er líka hvort eð er ónýt í stjórnsýslunni ofl. ofl. Það er verið að tala okkur inn í Evrópusambandið. Þetta hjal um krónuna er til þess fallið að allur almenningur fari á endanum að trúa því að við verðum að taka upp evruna, en þá verður auðvitað sagt að því miður sé það nú eiginlega ekki hægt nema við göngum inn í sambandið, æ æ.

17. júní 2011 vil ég geta sagt: Við höfum farið vel með sjálfstæði okkar og fullveldi, Jóni Sigurðssyni til sóma. 


mbl.is Unnið að undirbúningi 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband