Færsluflokkur: Bloggar

Áhugavert

Það væri áhugavert að vita hvernig þetta er talið og sérstaklega þætti mér gaman að sjá sundurliðun eftir veiðarfærum. Einnig myndi ég vilja sjá þróunina á þessum 5 árum en mín tilfinning hefur verið sú að síðustu ár hafi dregið úr þessu.

Mér finnst þetta ekkert rosalega hátt hlutfall í þorski, að þremur fiskum sé hent af hverjum 100 en 10 stykki af 100 í ýsunni finnst mér ansi hátt.

Hvað um það. Þetta er of mikið hvort sem er ýsa eða þorskur. Það eru úrræði til í kerfinu sem eiga að geta komið í veg fyrir brottkastið, þ.e. svokallaður Hafróafli, og það er mönnum til skammar ef þeir henda fiski frekar en að nýta sér það.


mbl.is Brottkast ýsu og þorsks 6,2 milljónir fiska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisvænt.

Þetta er auðvitað ekki spurning. Þetta er nú að verða meiri paradísin. Lifum bara nakin og nærumst á ástinni, hundasúrum og munnvatni. Það er fínt.

Svo bendi ég á að fáklæddu konurnar í þessari frétt eru auðvitað hafðar fyrir rangri sök! Þær eru að leggja sitt að mörkum í umhverfisverndinni! Og þessir eru bara í þjálfun!

Ég er farinn út í kuldann til að æfa mig.


mbl.is Umhverfissamtök mæla með g-streng í jólapakkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Stulla

Það var ekki við öðru að búast af Sturlu en að hann færi strax að taka til þarna og vonandi er hann ekki hættur. Hann stóð sig vel. Þetta minnkar síður en svo málfrelsið enda hefur það verið svo hingað til að þeir einu sem hafa talað eru Vinstri Grænir. Ég tók annars eftir því í gær að liðsmenn þessa flokks hljóta að vera þeir sem oftast nefna nafn flokks síns í ræðum. Ekki er það nú mjög þjált í munni en mig grunar að af því það er svo langt að þá noti þeir það til að lengja ræðurnar. Sem er stórsniðugt á meðan maður hugsar um hvað hægt er að þusa um næstWink. Annars er þeim vorkunn. Kolbrún Halldórsdóttir sagði í lok ræðu sinnar í gær að hún hefði reynt að tala í sem stystu máli og að hafa ræðu sína stutta. Eftir að ég byrjaði að hlusta talaði hún í tæplega 40 mín. Hún sagði svo að ekki væri öllum það gefið að koma orðum að sínum hugðarefnum í styttra máli en þetta.

Það segir nú margt út af fyrir sig, þótt setningin sé ekki löngLoL.


mbl.is Þingskapafrumvarp orðið að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert málþóf þarna

Þetta er meira stuð heldur en á okkar þingi. Þar geyspa menn og lesa blöðin á meðan flokkssystkini halda ræður klukkutímunum saman.

Í gærkvöldi lét ég verða að því að fara í Alþingishúsið og fylgjast með fjörinu af áheyrendapallinum. Það var vissulega áhugavert enda þótt ekki hafi verið slegist. Kolbrún Halldórsdóttir var að ræða um nýju þingskaparlögin þegar ég kom inn og hún talaði í 40 mínútur eftir að ég settist. Hún tók það svo fram í lok ræðunnar að hún hefði lagt sig alla fram um að stytta mál sitt. Þetta hefði verið styttri útgáfan. Hún sagði sumu fólki bara hreinlega ekki gefið að koma frá sér því sem það vill segja á styttri máta. Æi greyjið! Steingrímur sat megnið af tímanum geyspandi og las 24 stundir (enda klukkan orðin 1 eftir miðnætti). Hann leit svo af og til upp til mín og velti fyrir sér hvaða furðufugl þetta væri sem sýndi þeim þennan áhuga. Síðan fór Árni Þór Sigfússon í pontu og rakti stuttlega þær staðreyndir að Vinstri Grænir væru alls ekkert á móti því að stytta ræðutímann, en þeir væru það samt.

Fyrir utan áhugaverðar ræður og lestur úr leiðurum blaðanna úr pontu, fannst mér mjög áhugavert að koma þarna inn. Mér kom mest á óvart hversu þrengslalegt er í þingsalnum og hvað þingmennirnir hafa lítið pláss á borðunum hjá sér. En þröngt mega sáttir sitja.

Ég er ánægður með að nýju þingskaparlögin voru samþykkt. Þau verða til mikilla bóta. Það eru alltaf nokkur þingmál sem ekki ná fram að ganga vegna málþófs um önnur mál. Það er slæmt ef mikilvæg mál sitja á hakanum út af málalengingum. Sturla hefur staðið sig vel það sem af er þingi og ég vænti þess að hann sé ekki búinn enn í tiltektinni.

Þeim veitti ekki af almennilegum fundarstjóra í Kóreu.


mbl.is Þingmenn slógust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áminning

Ég vil minna á að ýmsir eiga í meiri erfiðleikum en aðrir. Það er skylda okkar hinna að hjálpa þegar önnur úrræði þrjóta. Það eru ýmsir aðilar sem leggja á sig feykimikla sjálfboðavinnu við hjálparstarf og þeir eiga heiður skilinn fyrir það. Ég nefni t.d. Hjálpræðisherinn, Rauða Krossinn, Hringinn og mæðrastyrksnefnd og fleiri má örugglega nefna. Oft virðast fögur áform ríkisins því miður fara fyrir ofan garð og neðan og þess vegna er oft betra að við stýrum hlutunum sjálf.

Á þessum árstíma er áreitið oft mikið og ég verð sjálfur að viðurkenna að þegar ég er búinn að gefa í fjórar eða fimm safnanir fyrstu vikuna í desember þá fer að verða erfiðara að sækja til mín styrki. Ég hef ekkert að gera með að kaupa "gjafir í skóinn" eða geisladiska sem ég hlusta aldrei á - heldur hef ég beðið þá sem leita til mín um að senda mér frekar gýróseðil fyrir styrknum en halda eftir vörunni.

Annað sem hafa má í huga er hreinlega að hjálpa einstaklingum beint. Það eru vafalaust margir sem þurfa á hjálp að halda en af gefnu tilefni vil ég hér benda á einn.

Það er Þórdís Tinna sem berst við krabba á lokastigi.  

Vinir Þórdísar hafa undanfarið ár verið með söfnunarátak fyrir hana til að létta þeim baráttuna.  Mig langar að taka þátt í því að koma þessum upplýsingum áleiðis frá vinum hennar og hvetja lesendur þessarar síðu til að leggja þeim lið í anda jólanna.  Munið að allt stórt sem smátt hjálpar.

Bankareikningurinn er 0140-05-015735 kt. 1012684039

svo skora ég á aðra bloggara að birta upplýsingarnar á sinni síðu.

 

Svo verður eitthvað lítið um blogg hjá mér næstu daga vegna prófanna.


Ömurleg hugmynd

Þetta er ömurleg hugmynd. Að ætla að fara að flækja skattkerfið enn meir er það vitlausasta sem mönnum hefur dottið í hug á síðustu dögum. Hver er sanngirnin í því að manneskja með 250 þús á mánuði fari í hærri skattpíningarflokk en manneskja með 199 þús?

Það hefur mikið verið rætt um hátt húsnæðisverð - Þeir sem vinna baki brotnu við að koma þaki yfir fjölskylduna sína eru örugglega með hærri tekjur en 200 þús. Er rétt að leggja meiri skattbyrði á þá? Er það sanngjarnt að skattleggja kennaramenntaðan kennara hærra en ófaglærðan leiðbeinanda? Til hvers á þá að sækja sér aukna menntun??

Er það sniðug hugmynd að búa til annað skattþrep til að fjölga þeim tilfellum sem aukavinnan er ekki gefin upp til skatts? Hvað er eiginlega að mönnum? Sofnuðu þessir hugmyndasmiðir árið 1985 og voru að vakna núna? Eigum við núna að fara að taka upp alla vitleysuna sem hefur verið að plaga mörg lönd Evrópu og þau eru að reyna að vinna sig út úr (sjá jafnréttisfrumvarp St.Jóhönnu) ?

Það er innbyggt í skattkerfi okkar að þeir sem hafa hærri laun borga hærri skatta - það gerir persónuafslátturinn - Það er nóg! Ef ríkið á að koma til móts við kröfurnar þá er mögulegt að gera það með því að hækka persónuafsláttinn og lækka eitthvað skattprósentuna almennt en ekki að bæta fleiri þáttum inn í kerfið!

Það er bara bull!


mbl.is Ekki hrifinn af tveimur skattþrepum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumvarp um þingsköp

Hverjum hefði nú getað dottið þetta í hug? Eru Vinstri GrænirSick á móti frumvarpi? Það er alveg nýtt.

Það er verið að reyna að bæta þingið - bæta meðferð peninganna sem við borgum þessum herramönnum og herrafrúm í laun. Ég get ekki séð að það sé verið að skerða málfrelsið með þessu þar sem þeir geta fengið að fara oft í pontu en verða að koma orðum að því sem þeir þurfa að segja í styttra máli. Vinstri Sick eru kannski veikir í hnjánum og vilja þess vegna ekki þurfa að standa oftar upp úr sæti sínu til að fara í pontuna.

VinstriSick verða að vera á móti þessu af gömlum vana - Þeir geta sennilega ekki komið orðum að neinu öðru - þeir hefðu sjálfsagt þurft að skrifa bréf hefðu þeir verið sammála.

Steingrímur gjammar bara frammi í sal.

Meira að segja Kristinn H. Gunnarsson er sammála - en ekki VinstriSick.


mbl.is VG gagnrýnir frumvarp um þingsköp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisafskipti

,,Góðar afleiðingar ríkisafskipta, einkum laga, eru beinar, skjótar og sýnilegar, ef svo má segja, en slæmar afleiðingar þeirra eru óbeinar, hægar og handan við sjóndeildarhringinn. ...Þess vegna hlýtur meiri hlutinn alltaf að renna óhæfilega hýru auga til ríkisafskipta. Við þessari eðlilegu tilhneigingu verður því aðeins brugðist með því að vera fyrirfram hlynntur einstaklingsfrelsi, það er meðmæltur "laissez faire" " (Albert Venn Dicey)

Kannast einhver við vandræðin á húsnæðismarkaðnum? Hverjar gætu orsakirnar verið?


Vondu Bandaríkin

Nú kennir Pútín Bandaríkjamönnum um að ÖSE vilji ekki koma og fylgjast með kosningunum. Hann sem hefur sett Öse afarkosti. Það er fyrirsjáanlegt en þó áhrifaríkt útspil hjá honum. Nú hafa kjósendur og Pútín sameiginlegan óvin - Ósanngjörnu Bandaríkin.

Mér segir svo hugur að lýðræðið, sem var örugglega mjög skammt á veg komið, hafi tekið mikinn afturkipp.

Nú eru stjórnarandstæðingar barðir og fangelsaðir. Tjáningarfrelsið er fótum troðið.                     Pútín leiðir framboðslistann sinn til að sitja enn lengur að völdum og ætlar að "velja heiðarlegan, hæfan og nútímalegan forseta.". Pútín má ekki sitja lengur sem forseti þannig að hann finnur sér lepp - og stjórnar svo í gegnum hann.Pútín

Það kæmi mér ekki á óvart þótt stjórnarskipunarbreyting sem tryggir honum áframhaldandi völd - og örugglega aukin völd - sé í uppsiglingu.

Það er ekki gott að vera stjórnarandstæðingur í Rússlandi.

Mitt skot á úrslitin 80% atkvæða til Pútíns. 17,5% ógildir seðlar og stjórnarandstæðingar fá 2,5% (Það lítur betur út ef þeir fá eitthvað)


mbl.is Pútín: Bandaríkjamenn þrýstu á ÖSE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt að koma!

Þetta er nú bara allt að mjakast, ha.

Það er út í hött að borga fólki ekki sömu laun fyrir sömu vinnu, alveg eins og það er út í hött að borga mönnum laun fyrir að vinna ekki (samanber eftirlaunafrumvarpið sem allir formenn voru sammála um).

Hins vegar gengisfellir þessi rannsókn sig verulega. Það er ekki tekið tillit til vinnutíma! Hvað þá? Hvað segir rannsóknin okkur þá? Við erum að skoða meðaltöl. Segir rannsóknin okkur þá að fólk fái mismunandi laun eftir því hvað það vinnur lengi? Það er meiri munur í Vestmannaeyjum. Segir það okkur að það eru betri laun á frystitogara en í frystihúsinu?

Þetta eru svei mér fréttir - mjög vísindalegt!

Svona bull skemmir bara fyrir jafnréttinu. Svona rannsóknir á að gera vel og vandlega eða sleppa þeim alveg. Það getur vel verið að einhvers staðar leynist misrétti en svona bull er heldur til að herða á því en hittAngry. Og hananú!


mbl.is Launajafnrétti árið 2072?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband