Færsluflokkur: Bloggar
14.10.2007 | 21:56
Uppástunga
Hvað heitir Rambó? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.10.2007 | 10:48
Veðurfræðiverðlaun?????
Nú hefur eitthvað vafist fyrir þeim. Ég hélt að friðarverðlaun hefðu eitthvað með frið að gera, ekki veðurfræði. Er Al Gore boðberi friðar?
Ekki frekar en Jesús var veðurfræðingur.
Al Gore og loftslagsnefnd SÞ hljóta friðarverðlaun Nóbels | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2007 | 09:29
Söluturn lokar í framhaldi af því að selja annað en ríkisframleiðslu
Snuffið er augljóslega miklu verra en grófkornótt neftóbakið sem æska landsins hefur meira að segja valið að taka í vörina. Eðlilega verður að stýra neyslunni og koma í veg fyrir að neytt sé erlendrar framleiðslu.
Söluturninn verður svo að loka í framhaldinu eins og eðlilegt er þegar selt er það sem Ríkinu er ekki þóknanlegt................
Bíðið við. Getur nokkuð verið að hér sé beint samband við það að RÍKIÐ FRAMLEIÐIR NEFTÓBAK!!!!!!!! ?
Ríkið er að verja sína framleiðslu með því að banna innflutning á samkeppnisvöru. Þá getur ÁTVR haldið áfram að framleiða og hafa tekjur af sínum gamla ,,góða" rudda.,,Íslenskt neftóbak þykir mjög sérstakt í samanburði við annað tóbak sem þekkt er á heimsmarkaði" stendur á heimasíðu ÁTVR. Ég held að þýðingin á þessu sé að íslenskt neftóbak þyki almennt vont. Tóbaksunnendur fá hins vegar ekki að gera samanburð nema leggja á sig ferðalag til annarra landa... enda gætu þeir þá komist á bragðið með annað tóbak. Þeir sem vilja munntóbak þurfa meira að segja að setja þetta ógeð í munninn. Vel má vera að einhverjum líki það en ég held að ýmislegt annað á tóbaksmarkaðnum myndi vera ofaná ef það mætti.
Íslensk stjórnvöld leyfa reyktóbak, sem mögulega minnkar lífsgæði þeirra sem neyta þess ekki, en bannar innflutning á tóbakstegund sem hefur eingöngu áhrif á þann sem neytir þess. Er þetta ekki skrítið? Gæti verið að það sé verið að vernda eitthvað annað en neytenduna með þessum aðgerðum? Söluturninn lokar í framhaldi af því að selja annað en ríkisframleiðsluna. Þetta gæti verið fyrirsögn frá 1970.
Gerðuð þið ykkur yfirleitt grein fyrir því að íslenska ríkið er tóbaksframleiðandi?
Verslun á Selfossi seldi snuff" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.10.2007 | 23:58
Fjaðrafok
Hvernig nenna menn að standa í svona fjaðrafoki?
Nú finnst mér að menn hafi hlaupið á sig. Vel má vera að þessi sameining sé hagkvæm fyrir borgarsjóðinn. Hins vegar eiga menn ekki að vinna svona. Þó ekki væri nema til að spara sér fjaðrafok hefði átt að vera búið að ræða þetta mál og ná að minnsta kosti fullri samstöðu innan borgarstjórnarmeirihlutans. Machiavelli hefði þó sennilega verið ánægður: "Vonda hluti skal gera snöggt en góða hluti á löngum tíma". En það eru einmitt slíkir hlutir sem gera það að verkum að við eigum að vera tortryggin á valdsmenn.
Annað mál er svo hvort Reykjavíkurborg eigi að eiga aðild að slíku félagi. Það getur vissulega orkað tvímælis að fyrirtæki í áhætturekstri hafi vasa skattgreiðenda til að teygja sig í ef vitlausar ákvarðanir hafa verið teknar. Sumir myndu sjálfsagt telja jákvætt að borgarbúar eigi nú hlut í myljandi gróðamaskínu. Aðrir myndu telja neikvætt að þurfa að gerast ábyrgðarmenn fyrir áhættufyrirtæki án þess að hafa nokkurn tíma verið spurðir að því auk þess að geta ekki losnað út úr kompaníinu án þess að flytja. Sjálfur væri ég til í að eiga þarna hlut, en bara ef ég gæti keypt hann og selt þegar mér sýndist.
Reykvíkingar skrifa þarna upp á víxil án þess að vera spurðir. Það getur vel verið að þeir græði á því. Það getur líka verið að þeir geri það ekki. Machiavelli hefði heldur ekki leyft neina umræðu.
Hún er sorglega skopleg afsökunin fyrir vinnubrögðunum: Að svona hafi líka verið gert í samb. við LÍNU-NET. Það hefði nú mátt sleppa þeim orðum.
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins á fund Geirs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.10.2007 | 15:07
Við viljum borga meira!
"Við viljum borga meira!" Ætli þetta standi efst á skjalinu í undirskriftasöfnuninni?
Nú ætla ég alls ekki að halda því fram að starfsmenn leikskóla séu of hátt launaðir. Börnin eru það mikils virði að fyrir trausta og góða þjónustu á leikskólunum væri ég tilbúinn að greiða starfsfólkinu töluvert hærri laun. Vandinn er bara ekki sá að við viljum ekki að þeir fái betri laun, við viljum bara ekki borga hærri gjöld. Stjórnmálamenn ginna okkur í atkvæðaveiðunum. Lofa okkur ókeypis hinu og þessu og kippa þannig frá okkur raunveruleikanum.
Það er gömul og ný saga að þegar gæði kosta minna verður meiri eftirspurn eftir þeim. Meiri eftirspurn eftir leikskólarými kallar á auknar húsbyggingar, fleira starfsfólk og dýrari rekstur. Þetta kostar mikið fé.
Á sama tíma og við viljum fá ókeypis þjónustu er krafan uppi um lækkandi opinberar álögur. Þarna stöndum við frammi fyrir vandamáli. "GLEÐIBANKAVANDAMÁLI" Við leggjum ekkert inn, tökum bara út. Það er ekkert skrítið að lítið fé sé aflögu til að greiða almennileg laun í þessari klemmu. Það er þar að auki innbyggt vandamál hjá hinu opinbera að ef lágu launin eru hækkuð þá skapast gríðarlegur þrýstingur á að hækkunin stígi upp launastigann líka. Þá endar það með því að lokaniðurstaðan er algerlega óbreytt og við borgum gæslufólki gullanna okkar áfram hlutfallslega "skid og ingenting" samanborið við gæslumenn peninganna okkar.
Hann er því stórskrítinn sá pólitíski veggur sem hamlar því að vandamálið sé leyst. Nefnilega að greiða götu einkareksturs enn frekar. Þá borgum við það sem okkur finnst sanngjarnt að borga fyrir þessa dýrmætu þjónustu. Hið opinbera gæti áfram hjálpað til, t.d. með heimgreiðslum, niðurgreiddu námi fyrir leikskólakennara og öðru slíku. Hið opinbera hefur hins vegar í gegn um tíðina eingöngu tafið fyrir lausninni. Þetta er búið að vera viðvarandi vandi síðan ég man eftir mér, og það má helst aldrei benda á þessa orsök vandans.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að einhverjum komi til með að líka þetta illa sem lesa bloggið en það verður að hafa það. Vandamálið er sjálfskapað og það hlýtur að koma að því að við viljum leysa það í raun og veru.
Foreldrar krefjast þess að laun leikskólastarfsmanna verði bætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2007 | 21:16
Grínistinn góðkunni
Það er nú kannski óþarfi að fara á taugum yfir þessu. Grínistinn er ekki endilega einhver sem fólk tekur of alvarlega, er það? Þá væri hann varla grínisti!!!
Heiðurinn er samt vafasamur, því er ég sammála.
Dáist að drykkjuþoli Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2007 | 00:07
Er einhver þarna úti???
Hvað er í gangi? Samfylkingin keppist við að fórna öllu sem íslenskt er og það segir enginn neitt! Viðskiptaráðherra vill selja auðlindir okkar úr landi, sem tónar vel við þann sið Samfylkingarinnar að setja ofaní við sjálfa sig því stutt er síðan að honum fannst ómögulegt að íslenskir útgerðarmenn ættu aflaheimildirnar í sjávarútveginum. Nú finnst honum betra að erlendir útgerðarmenn eigi þær!!!
Varaformaður Samfylkingarinnar vill að öll stjórnsýslan verði tvítyngd og enskunni gert jafn hátt undir höfði og Íslenskunni. Vill hann þá að enska verði gerð að öðru tveggja opinberra mála á Íslandi? Er ekki nóg að við kunnum að tjá okkur á ensku?
Viðskiptaráðherra notar hvert tækifæri til að tala krónuna niður og reynir þannig markvisst að auka meðbyr draumóra sinna um að ganga í Evrópusambandið. Allt er þetta reyndar meðvitað gert til að reyna að fækka/þagga niður í andstöðuhópnum og láta heyrast mikið í þeim sem telja sig verða mikilvæga menn þegar inn í Evrópusambandið er komið.
Nú sprettur svo sjálfur utanríkisráðherra, bjargvættur mið - austurlanda, fram og fer að stíga í fótinn við lykilmenn í Evrópusambandinu. Segir svo að ekki sé kveðið á um það í stjórnarsáttmála að ekki verði sótt um evrópusambandsaðild á kjörtímabilinu! Það er heldur ekki talað um að við ætlum ekki til tunglsins - EN VIÐ ÆTLUM SAMT EKKI TIL TUNGLSINS!!!!!!!!!!!
Stopp! Einhver???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.9.2007 | 14:21
Ha?
Hversu langt getur stýringin gengið? Geta menn sem ganga inn í eitthvað stórt apparat bara kastað af sér allri ábyrgð og orðið eitt með stofnuninni? ,,Ef það stendur ekki í handbókinni er það ekki til og frekar en að taka sénsinn á því að gera eitthvað sem maður fær ekki staðfestingu á í handbókinni þá horfir maður frekar á og bíður þar til að það líður hjá". Er það svona sem menn hugsa sem verða hluti af stofnun? Er ekkert til sem heitir frumkvæði?
Það hlýtur að ganga framar öllu öðru, regluverki eða hverju sem er, að rétta hjálparhönd ef mannslíf er í hættu. Það er bara svoleiðis.
Lögreglumenn horfðu á dreng drukkna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.9.2007 | 09:49
Bein í nefinu???
Mögulega er kjör Sarkozys það besta sem hefur gerst í Franskri pólitík í fjöldamörg ár. Þetta gætu verið skref til mikillar framþróunar í Frakklandi, nýsköpunar og hagvaxtar. Það er engu hagkerfi gott að hafa of marga á ofvernduðum ríkisspenanum. Sé þörf fyrir þetta vinnuframlag, þá getur einkaframtakið svarað þeirri þörf. En þá má ríkið ekki heldur setja einkaframtakinu skorður. Sé aftur á móti ekki þörf fyrir þessi verk, þá getur vinnuaflið skapað meiri verðmæti í einhverju öðru, sem stuðlar þá að enn meiri nýsköpun.
Stóra spurningin er bara þessi: Hefur Sarkozy bein í nefinu til að standa af sér mótmælin og verkföllin? Forveri hans hafði það ekki og ef menn lyppast niður þá er betra heima setið en af stað farið.
Sarkozy ætlar að fækka frönskum ríkisstarfsmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2007 | 23:41
Óhugnanlegt
Heimurinn bara hlýnar og hlýnar og ef við gerum ekki eitthvað í málunum bráðna ekki bara jöklarnir heldur við líka!.
Fréttir af snjókomu og kulda skemma svolítið fyrir mér heimsendastemmninguna en ég reyni sem best ég get að horfa fram hjá þeim því ef allt er bara venjulegt í heiminum þá er hversdagslífið bara svo hversdagslegt.
Ég tek mig saman í andlitinu og fullvissa sjálfan mig um að við séum víst að fara til helvítis og heimurinn verður miklu verri við að hlýna aðeins. Það segir sig sjálft að breytingar eru alltaf til hins verra. Sjáið bara hvað lífið var gott hér í lok 18. aldarinnar, eða í byrjun 15. aldar. Heimurinn hefur verið að breytast til og frá, alveg frá upphafi, og alltaf hefur hann versnað - sjáið bara núna!
Ég held að það verði bara að halda stóra ráðstefnu og ræða úrræðin sem við getum notað til að stöðva hlýnunina og reyna að snúa við öllum breytingum síðustu alda. Það er hallærislegt að nota tímann til að búa okkur undir breytingarnar, sem villutrúarhópar segja að sé alls ekki í valdi okkar að stöðva. Þá þyrftu pólitíkusarnir líka að fara að framkvæma eitthvað annað en að segja öðrum hvað eigi ekki að gera.
Ég er alveg viss um að við eigum öll eftir að deyja einhvern tíma.
Afar óvenjulegt að snjó festi sunnanlands um miðjan september | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)