Færsluflokkur: Bloggar
22.7.2010 | 20:28
Hmmm.
Þetta er nú dálítið skrítið.
Ráðuneytið segir að ekki sé verið að auka leyfðan heildarafla á þorski og ýsu.
Ráðuneytið segir að vísað sé til heimildar ráðherra í lögum nr. 116 frá 2006 þar sem ráðherra sé heimilt innan fiskveiðiársins að auka eða minnka leyfðan heildarafla einstakra botnfisktegunda.
Finnst engum þetta stangast á? Til hvers er þá verið að vísa til þessarar heimildar?
Hringavitleysa meðlima þessarar ríkisstjórnar ætti nú eiginlega að vera hætt að koma manni á óvart.
Úthlutar 1900 tonna kvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2010 | 13:24
Fjallganga Sass Rigais
Fjallgöngur eru eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Hér eru nokkrar myndir úr klifurfjallgöngu í Dólómítunum í þar-síðustu viku.
Hér máttu fæturnir ekki vera mikið styttri!
Sass Rigais 3027 m.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2010 | 14:58
Tilboð sem ekki er hægt að hafna. Hvar eru skórnir???
Nú fer ég að leita að sparkskónum...
Össur ætti að nota tímann til að finna þykkann kodda til að troða ofan í buxurnar því það munu ansi margir muna eftir slíku tilboði.
Sem ómögulegt er að hafna
Bara ef Jón myndi sjá ljósið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2010 | 01:07
Um ,,þjóðstjórnir"...
Ég er sammála Hönnu Birnu um það að farsælast sé að sem flestir komi að málum í sveitarstjórn eða borgarstjórn. En þá á þann hátt að minnihluti og meirihluti vinni saman að góðum málum. En það er ekki ,,þjóðstjórn" heldur einfaldlega samvinna og þroskuð vinnubrögð.
Hins vegar er ég ekki sammála því að einhvers konar ,,þjóðstjórn" væri til góðs. Við verðum að muna að þarna er verið að höndla með fé íbúa viðkomandi sveitarfélags - í þessu tilfelli Reykjavíkurhrepps.
Slík þjóðstjórn hefur þann kost að allir koma að ákvarðanatökunni og allir bera ábyrgð á henni (að svo miklu leiti sem pólitíkusar bera ábyrgð). Þannig getur verið auðveldara að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir. Hættan er auðvitað sú að einhver standist ekki freistinguna og slái sig til riddara með því að hlaupast undan merkjum.
Ég er samt ósammála því að þjóðstjórn sé besti kosturinn. Ég held að slíkt sé aldrei góður kostur. Þegar um slíkt er að ræða er enginn sem veitir aðhald og enginn sem gagnrýnir. Það getur skapað jafn mikil eða meiri vandræði heldur en möguleg ,,þjóðstjórn" á að vera lausnin á.
Nei. Vinnið þessar kosningar og berið bara ábyrgð á því sem þið gerið. Þannig á að starfa í pólitík.
Þjóðstjórn í borgarstjórn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2010 | 14:42
Einn stór misskilningur!
Auðvitað er þetta bara einn stór misskilningur!
Það sjá það allir.
Bréf byggt á misskilningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2010 | 00:24
Kisi kisi kis
Það er merkilegt yfirlæti Samfylkingarinnar. Þetta var þó það sem þau þráðu, VERKSTJÓRNIN, FÉLAGSLEGA STJÓRNUNIN. Nú er lítið annað að gera fyrir Jóku en að halda sem fastast í Steingrím og klóra kisunum á mallanum eða undir hökunni. Kisi kis! Hún á enga aðra vini!
Aldrei hefur önnur eins ríkisstjórn verið við völd á Íslandi! Allt er í óvissu og sýni einhver sjálfsbjargarviðleitni er hann sleginn niður eins og óhlýðinn þræll!
Á meðan þessi vinstri vitleysinga ríkisstjórn er við völd mun ástandið aðeins versna!
VG ræðir ummæli forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2010 | 13:16
Nokkrar ábendingar
,,Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra metur stöðuna í Icesave samningunum nokkuð góða. Það sem liggi á borðinu nú sé verulega betra fyrir Íslendinga en núverandi samningur kveður á um."
1. Það er enginn núverandi samningur í gildi - Ekkert til sem heitir núverandi samningur. Þau lög sem eru í gildi veita fjármálaráðherra heimild til að undirrita samning og þangað til hann gerir það er enginn ,,núverandi samningur".
2. Í öllum síðustu tilraunum ríkisstjórnarinnar hafa ríkisstjórnarliðar talið stöðuna góða - jafnvel frábæra! Eigum við að hlaupa til og trúa þeim nú?
3. Ríkisstjórnin hefur viljað samþykkja allt sem komið hefur frá Bretum og Hollendingum hingað til - án þess að reyna nokkuð frekar. Nú hefur komið í ljós að það er hægt að semja. Það hefur komið í ljós að almenningsálitið úti í heimi er okkur í vil. Það hefur komið í ljós að ríkisstjórnin var við það að semja herfilega af sér. Hver segir að núna sé staðan góð? Hver segir að hana megi ekki bæta enn frekar?
4. Innistæðutryggingarsjóðir njóta ekki ríkisábyrgðar! Það er verið að semja um eitthvað sem ekki á að vera að semja um!
5. Það er engin ástæða til að hlaupa núna til og semja - Bíðum eftir þjóðaratkvæðagreiðslunni - hún er sterkt vopn.
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vg vildi hlaupa til og skrifa undir í hvelli áður og einnig nú!
Sagan sýnir að þeim er ekki treystandi!
Nokkuð góð staða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2010 | 23:12
Frábærir samningamenn!
Þetta er undarleg, en að verða dæmigerð, samningaaðferð. ,,Það er hægt að vinna með þetta tilboð og ég er að vona að við getum náð saman um þetta".
Jóhanna og Steingrímur hljóta að vera á launum hjá Bretum og Hollendingum - kannski á prósentum, þá eru þau ekki á flæðiskeri stödd.
Bretar og Hollendingar senda okkur tilboð og Jóhanna vonar að hún geti talað okkur inn á tilboðið svo hægt sé að sannfæra þá - Breta og Hollendinga um að samþykkja þeirra eigið tilboð!!!!
Hugsið ykkur hvílíkur auðfúsugestur Jóhanna hlýtur að vera á prúttmörkuðum erlendis - Hún heyrir hæsta mögulega boð og rýkur beint í að sannfæra sjálfa sig og sína um að ganga strax að tilboðinu - það geti bara versnað.
Guði sé lof fyrir að hún var ekki með mér á götumarkaðnum í Túnis í sumar - Þá hefði ekkert okkar átt fyrir farinu heim!
Hægt að vinna með tilboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2010 | 23:12
Frábærir samningamenn!
Þetta er undarleg, en að verða dæmigerð, samningaaðferð. ,,Það er hægt að vinna með þetta tilboð og ég er að vona að við getum náð saman um þetta".
Jóhanna og Steingrímur hljóta að vera á launum hjá Bretum og Hollendingum - kannski á prósentum, þá eru þau ekki á flæðiskeri stödd.
Bretar og Hollendingar senda okkur tilboð og Jóhanna vonar að hún geti talað okkur inn á tilboðið svo hægt sé að sannfæra þá - Breta og Hollendinga um að samþykkja þeirra eigið tilboð!!!!
Hugsið ykkur hvílíkur auðfúsugestur Jóhanna hlýtur að vera á prúttmörkuðum erlendis - Hún heyrir hæsta mögulega boð og rýkur beint í að sannfæra sjálfa sig og sína um að ganga strax að tilboðinu - það geti bara versnað.
Guði sé lof fyrir að hún var ekki með mér á götumarkaðnum í Túnis í sumar - Þá hefði ekkert okkar átt fyrir farinu heim!
Hægt að vinna með tilboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2010 | 00:26
Brjálæðislega fyndið
Jú jú, auðvitað er þetta allt saman forystusveit ríkisstjórnarinnar að þakka sem er búin að vera að hamra á Íslendingum...nei ég meina hinum Norðurlöndunum að breyta um stefnu. Ehh, skrambinn.
Forystusveit ríkisstjórnarinnar, sérstaklega VG, hefur einmitt verið að halda uppi málstað Breta....andsk. aftur......, ég meina, Íslendinga alveg á fullu og það var einmitt ekkert tengt afstöðu okkar að Ömmi sagði af sér.
Við erum hetjur í VG og eigum meira að segja heiðurinn af því að sólin er farin að hækka á lofti líka og ef við höldum rétt á spilunum í VG þá á eftir að koma sumar meira að segja. Þetta stendur allt í Pravda.
Sannleikurinn er okkar ..............
.........til að föndra með.
Ríkisstjórninni að þakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)