Færsluflokkur: Bloggar

Að stappa í okkur stálinu

Framganga handboltalandsliðsins hefur svo sannarlega verið til fyrirmyndar og það er víst satt sem Jóhanna segir að þeir stappa í okkur stálinu. Velgengni þeirra og ekki síður keppnisskap og liðsandinn hefur lyft undir baráttuþrek og samstöðu þjóðarinnar. Og það er sko mikil þörf á því.

Hitt er annað mál að það er líka rétt hjá Jóhönnu að ,,okkur veitir ekki af því" því ráðamenn þjóðarinnar nota hvert tækifæri til þess að tala úr okkur kjarkinn á milli þess sem þeir stunda efnahagslega hryðjuverkastarfsemi á hagsmunum fjölskyldna og atvinnulífsins. Ráðvilltari og duglausari ríkisstjórn hefur aldrei verið við völd og því lengur sem hún hangir á valdastólunum (og ég er hræddur um að það verði lengi, lengi) þess dýpri mun niðursveiflan verða og skemmdirnar.

Við höfum séð í gegnum tíðina að þessi litla þjóð getur ótrúlega hluti og þegar ríkisstjórnin grætur og segir ,,Íslendingar beygið ykkur" þá skulum við hin öskra á móti:

Áfram Ísland!


mbl.is Þið stappið í okkur stálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaffilaust í Brasilíu

Fyrir okkur, sem búum á köldum svæðum og fáum enga velgju úr vatnskrönunum okkar nema vera búin að hita það upp með rafmagni, er það óneitanlega súrrealískt að lesa um heitavatnsleysi í Hveragerði þar sem hitinn rýkur upp úr jörðinni og hverirnir eru hver um annan þveran.

Það er svona álíka skrítið og ef það yrði kaffilaust í Brasilíu.

Skrítið en alveg örugglega óþægilegt fyrir íbúana.


mbl.is Heitavatnslaust í Hveragerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannes og Ögmundur skoðanabræður???

Öðruvísi mér áður brá !!!

 Á heimasíðu sinni, ogmundur.is, skrifar Ögmundur Jónasson pistil sem gæti að stærstum hluta verið skrifað af einhverjum frjálshyggjumanninum. Sennilega hefur það alls ekki verið ætlunin hjá Ögmundi, eins og sjá má á fyrri hluta pistilsins, en þannig er það nú samt að megnið af pistlinum gæti átt heima í kennslubókum Hannesar Hólmsteins.

Dálítið sérstakt, en skemmtilegt.....

Þetta birtist líka á pressan.is

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segir að Íslendingar séu dæmdir til að tapa ef þeir ætli að treysta á forræðishyggju og hættum að hugsa sjálf. Góðir stjórnmálamenn geti nefnilega gert slæma hluti.

Ögmundur vitnar í skoðanakönnun um afstöðu Íslendinga til skattlagningar heilbrigðisþjónustu og segir að hin raunverulega pólitíska barátta sé baráttan um tíðarandann, til að hafa áhrif á hugsun, lausnir, skipulagningu þjóðfélagsins, hvað þjóðin leyfi stjórnmálamönnum að framkvæma og svo framvegis.

„Ef við ætlum hins vegar að treysta á forræðishyggjuna - „góðu“ stjórnmálamennina - til að passa upp á okkur, og hættum að hugsa sjálf, þá erum við dæmd til að tapa. Bæði vegna þess að „góðu“ stjórnmálamennirinr eru ekki alltaf við völd og svo er hitt, að „góðu“ stjórnmálamennirnir geta stundum gert slæma hluti, stundum eru þeir meira að segja úlfar í sauðargæru. Við munum hann Blair. Þess vegna eru forræðisstjórnmál stórvarasöm. Þau eru líka andlýðræðisleg. Þau taka af fólki rétt sem það á; réttinn til að hafa áhrif á eigin örlög.“

Ögmundur segir að sér finnist það stórundarlegt og komi honum á óvart hve djúpum rótum forræðishyggjustjórnmál standi í íslenskri pólitík.

„Reyndar virðist forrræðishyggjan nokkuð tengjast hinum stofnanavæddu stjórnmálum. Þegar komið er út úr þröngu - og stundum loftlausu -  hagsmunaumhverfi stjórnmálanna eru nefnilega allt önnur viðhorf uppi. Þá blása sem betur fer ferskari vindar.

Þetta á að verða okkur stjórnmálamönnunum umhugsunarefni.“

Ósammála

Þjóðaratkvæðagreiðslan snýst alls ekki um líf ríkisstjórnarinnar! Þetta snýst um það hvort við eigum að beygja okkur í duftið og taka á okkur skuldbindingar sem við eigum akkúrat ekkert í!

Íslendingar eiga ekki að láta flokkapólitík trufla sig í þjóðaratkvæðagreiðslunni og þótt ég vilji gjarnan sjá öðruvísi stjórnað en núverandi stjórnarflokkar gera - þá kemur líf ríkisstjórnarinnar málinu bara ekkert við!

Icesave er miklu stærra en ein ríkisstjórn - nú ríður á að standa saman!


mbl.is Bjarni: Snýst um líf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskiljanlegt!

Eva Joly veitir Íslendingum stuðning í fjölmiðlum ytra. Það eru góðar fréttir að einhver skuli reka okkar erindi.

Það er hins vegar með ólíkindum að ráðherrar ríkisstjórnar Íslands skuli berjast með kjafti og klóm fyrir hag ríkiskassanna í Hollandi og Bretlandi. Svo mjög að augljósari andstæðingar íslenskra hagsmuna eru ekki auðfundnir. Nema ef vera skyldi Rúv.

Erlendir fjölmiðlar sýna okkar málstað skilning og tala um kúgun og yfirgang. Ríkisútvarpið bregst hart við og ver hagsmuni....hverra??? Breta og Hollendinga!!!!!!

Hvernig stendur á því að íslenskir ráðherrar eru ekki búnir að leggja höfuðáherslu á að kynna okkar málstað erlendis? Hvernig stendur á því að Össuri er umfram allt umhugað um að breski utanríkisráðherrann trufli ekki aðildarumsókn okkar í ESB?

Hvernig stendur á því að ríkisstjórnin hefur ekki forgöngu um að þjappa Íslendingum saman í þessu máli og spila til sigurs?

Eru þau á launum hjá Bretum eða hjá okkur?


mbl.is Joly harðorð í garð Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæður árangur að mati þátttakenda

Jú, að sjálfsögðu varð árangur af ráðstefnunni í Köben. Það væri nú saga til næsta bæjar ef ráðstefnur bæru ekki árangur, að sögn þátttakenda.

Þetta var skref í rétta átt og niðurstöðurnar eru jákvæðar. Það hefði mér ekki dottið í hug að halda öðru fram en að Svandís og Jóhanna hafi varið tíma sínum vel og lagt ómetanlegt framlag að mörkum. Þær höfðu jú, fátt mikilvægara að sýsla hér heima við.

Þótt auðvitað megi ekki orna sér við neitt, til að kynda ekki upp heiminn, þá er nú samt hlýlegt til þess að hugsa að skattinum okkar sé varið í slíkan jákvæðan árangur.


mbl.is Svandís: Skref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tiger Woods?

Undir myndinni stóð upphaflega ,,Tiger Woods í Kaupmannahöfn". Nú, að morgni, hafa íþróttafréttaritarar mbl áttað sig á því að þetta væri einhver annar. Það er svo sem ekkert aðalatriði en ég taldi samt rétt að leiðrétta bloggið þegar ég sá það. 

Eftir því sem sagði undir myndinni sem fylgir fréttinni var þetta Tiger Woods í Kaupmannahöfn. Ég var búinn að frétta það að Tægerinn ætlaði að hvíla sig á golfinu þar til hann væri orðinn betri maður - en ég vissi ekki að hann hefði söðlað svona skjótt um og hreiðrað um sig í Köben með hinu góða fólkinu.

Annars sýnist mér að þessi ráðstefna - með eða án Tægersins - hafi verið svona ,,much ado about nothing"....

Það er þó vonandi að Jóhanna og Svandís hafi haft það gott. Þær fengu þó verðlaun fyrir að kynjakvótavæða loftslagsbreytingarnar. Nú verða loftslagsbreytingar bannaðar nema þær snerti bæði kynin....eða var það öfugt. Skiptir litlu - þetta er göfugt og bráðnauðsynlegt framtak sem þoldi enga bið. Húrra!


mbl.is Samkomulagið vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ari Jón

Kannski fær Jón Ásgeir eða einhver ,,flinkur" stjórnandi stöðuna hjá Ari-jón.
mbl.is Finnur Sveinbjörnsson hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnt skal að...

Það er nú gott að þetta er að verða búið. Svona eins og ríkisstjórnin stefnir að því að örva hagkerfið með skattahækkunum þá verður þetta auðvitað að raunveruleika. Óbama segir það!

Hversu mörg tilgangslaus plögg hafa byrjað á þessum orðum? Hversu mikil vinna og fé liggur þar að baki?

Þau eiga eftir að verða miklu fleiri...


mbl.is Stríðinu lokið eftir þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar súkkulaðikleinur lengur!

Auðvitað verður skatturinn hóflegur - óhóflegir skattar finnast ekki í orðabók Steingríms og Heilagrar Jóhönnu. Heita vatnið hefur líka hvort sem er verið tiltölulega ódýrt og því tímabært að gera það dýrara. Annars gæti fólk notið einhverra kosta Íslands sem finnast óvíða annarsstaðar. Þetta er því sanngjarn skattur.

Kalda vatnið er auðvitað óþarflega ódýrt. Svandísi SamningsSvavarsdóttur er í lófa lagið að leggja sérstakan umhverfisskatt á kalda vatnið. Það er gert í öðrum löndum og nú er kominn tími til að Íslendingar axli ábyrgð eins og aðrar þjóðir en sitji ekki eins og súkkulaðikleinur og njóta þess sem gæfan hefur gefið okkur.

Svona er ríkisstjórnin góð við okkur. Smátt og smátt gera þau okkur lífið svo leitt að Evrópusambandsaðild verður hvort sem er ekkert verri. Þá getur Heilög Jóhanna sagt: ,,Ég sagði ykkur að þetta væri himnaríki".

Frábært!


mbl.is Nýtt gjald á heitt vatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband