Færsluflokkur: Bloggar

Hlátur

Þetta er eitt það fyndnasta sem ég hef séðLoL. Kvikindislegt en fyndið. Vandræði þáttastjórnandans eru með ólíkindum. Og þess má geta að hann fékk að taka pokann sinn í kjölfar þáttarins.

Þetta er reyndar orðið gamalt en ég var að rekast á þetta aftur núna. Kemur ykkur til að brosa og meira til. Góða skemmtun!


Vissar reglur

Ekki ber þetta nú vott um mikla dómgreind eða þekkingu á umferðarreglum.

Í fyrsta lagi þá eru þarna merkingar sem sjást.

Í öðru lagi, þá á ekki að fara hægra megin fram úr bílum!

Í þriðja lagi, þá eiga menn að aka á það skikkanlegum hraða að þeir nái að bregðast við í tæka tíð.

Þetta er algerlega í höndum ökumannsins. Að aka svona þar sem hvorki er hægt að redda sér til hægri né vinstri er einfaldlega ekki sniðugt.


mbl.is Háskaakstur í göngunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær söngleikur

Kvöldið í kvöld var frábært.

Mér var boðið á frumsýningu söngleiks Grunnskóla Snæfellsbæjar - á fremsta bekk, fyrir miðju! Þetta var æðislega gaman. Söngleikurinn hét Þengill lærir á lífið og sáu krakkarnir um allt heila klabbið. Það er allt búið að vera á fullu en árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa.

Tónlistin var frábær - íslensk 80's tónlist - eins og hún gerist best, og hljómsveitin á heiður skilinn. Leikarar, dansarar, söngvarar, handritshöfundur, danshöfundur, leikstjóri, tónlistarstjórar og allir þeir sem unnu við söngleikinn hafa unnið frábæra vinnu.

Ég er stolturSmile, takk fyrir mig!


????

Þetta er almennilegur bæjarstjóri. Svona á að stjórna!

Það er spurning hvort hann ætli að beita dauðarefsingum.


mbl.is Gjörið svo vel að deyja ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilningur aðildarþjóða:

Misskilningur sumra þjóða er að þær halda að þær séu í ,,Hvaðfriðunarráðinu" en ekki hvalveiðiráðinu. Hvalveiðiráðið á að sjálfsögðu að beita sér fyrir því að ekki sé gengið of nærri stofnum og fylgjast með stofnum í útrýmingarhættu. Það er bara ekki sama um hvaða svæði er verið að fjalla.

Hvalveiðiráðið er hins vegar undarlegt apparat þar sem allt aðrir hagsmunir en aðeins umhyggja fyrir tegundum í útrýmingarhættu spilar heljarstóra rullu.

Það er skylda okkar að nýta hvalastofnana á sjálfbæran hátt. Þeir umhverfisverndarsinnar sem vilja minnka gróðurhúsáhrifin ættu að berjast sérstaklega fyrir hvalveiðum! Þeir umhverfisverndarsinnar sem berjast gegn eyðingu skóga fyrir aukna matvælaframleiðslu ættu líka að berjast sérstaklega fyrir hvalveiðum.

Það er undarleg hugmyndafræði að telja mannkynið ganga of nærri auðlindum jarðarinnar í matvælaframleiðslu (og framleiðslu lífræns eldsneytis NB) en ætla svo að horfa á mörg þúsund tonn af kjöti svamla framhjá.


mbl.is Alþjóðahvalveiðiráðið fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð byrjun?

Það er Einari líkt að ríða á vaðið með úrbætur.

Nú er bara að halda áfram. Mér detta í hug ótalmargir tollar sem mætti fara að fella niður....eh mér detta rosalega fáir tollar í hug sem ætti ekki að fella niðurWoundering.  ??????


mbl.is Fóðurblöndutollar verða felldir niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ERT'EKK'AÐ GRÍNAST?

Þetta er með ólíkindum. Það er búið að ganga mjög illa að finna loðnuna og allir orðnir logandi hræddir um að stofninn sé hruninn, (ískyggilegt ástand er reyndar búið að vera viðvarandi síðustu ár, þó aldrei eins og nú) svo finna þeir 56 þúsund tonn og þá er gefinn út 50 þúsund tonna kvóti. AUKALEGA!!!!!!!

Fiskifræðingar segja að það verði að veiða minna af þorski m.a. af því að nú séu fleiri einstaklingar í hverju tonni en áður, þ.e. að hann þjáist af fæðuskorti. Svo finna þeir 56 þúsund tonn og gefa út 50 þúsund tonna kvóta AUKALEGA!!!!!!!

Okkur gengur svo vel að finna þorsk að það er erfiðara að finna staði þar sem hann er ekki - þorskkvótinn var skertur um tæpan þriðjung um mánaðarmótin ágúst / september. Hafró eyðir mörgum milljónum af opinberu fé í sérstaka dauðaleit að loðnu, finnur 56 þúsund tonn og...gefa út 50 þúsund tonna kvóta AUKALEGA!!!!!!!

ERT'EKKAÐ GRÍNAST?


mbl.is Ákveðið að auka loðnukvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar

Ég lét það eftir mér að sækja í þorsk í dag (gær) í blíðuveðri úti á hinum fagra Breiðafirði. Snævi þakin Barðaströndin, Skorin og Bjargtangarnir ljómuðu í sólinni. (Af einhverjum völdum finnst mér alltaf eins og það sé sól á Ströndinni).

Það var feikna gott fiskirí, um 200kg á bala af stórum og fallegum þorski, og gaman að vera til. Heildarafli tæp 5 tonn.

Þetta varð (einu sinni sem oftar) til þess að mér varð hugsað til fiskifræðinganna. Skyldi þeim ekki finnast bara pínulítið skrítið að það er alltaf jafn auðvelt að finna og veiða þorsk (fer að vísu eftir árstíð). Það væri ekkert auðveldara en að veiða og veiða. Ætti það ekki að vera þannig að ef þorskstofninn er alltaf að minnka og minnka þá væri minni og minni afli, erfiðara og erfiðara að finna þorsk?

Skyldu fiskifræðingar Hafró aldrei leiða hugann að þessu? Eða má þetta ekkert vera með í módelinu - af því þetta passar ekki í það?  (Er kannski fleira líkt með Hafró og dómsdagspredikurum global warming hreyfingarinnar?)

Mér finnst þetta allavega skrítið - en ég er enginn fiskifræðingurFrown.


Íslendingar borða SS pylsur

Þetta er í fyrsta lagi undarleg fyrirsögn, hljómar eins og áróður eða auglýsing: Íslendingar borða SS pylsur!

Í öðru lagi er að mínu mati ósanngjarnt að slá þessu svona fram - ekki það að ég sé sérstaklega sár, myndi sennilega kjósa Hillary sjálfur, enda þótt John McCain virðist töluvert áhugaverður kostur. Málið er bara að fjölmiðlar hér hafa nánast eingöngu fjallað um slaginn milli Hillary og Obama. Þess vegna er ekki skrítið að fólk nefni annað hvort þeirra. Ég sakna meiri umfjöllunar um Republikana - frambjóðendurna.

Í pistlasafni Ólafs Teits Guðnasonar - Fjölmiðlar -  getur þú treyst þeim? er fjallað töluvert um fjölmiðlaumfjöllun fyrir síðustu forsetakosningar í USA. Það er áhugavert að umfjöllunin snérist nánast öll um Demókratana en inn á milli var skotið neikvæðum fréttum um Republikana. Af einhverjum völdum virðast hinir ,,hlutlausu" fjölmiðlar hafa einhverjar tilhneygingar í aðra áttina þarna.

Af hverju viðurkenna fjölmiðlar annars ekki bara að þeir eru ekkert hlutlausir, og þurfa ekkert endilega að vera það? Á bak við hvern fjölmiðil er auðvitað fólk með skoðanir (sem betur fer). Tvískinnungurinn er miklu verri - að þykjast vera hlutlaus en vera það ekki.

Sviðsljósið er á demókrötum - það er ekkert skrítið að fólk nefni þá frambjóðendur. (Fyrir svo utan það að demókratarnir eru sennilega lengra til hægri í stjórnmálum en allir flokkar á Íslandi)


mbl.is Íslendingar kjósa demókrata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningarnir vaxa ekki á trjánum

Neikvæður vöruskiptahalli er eitthvað sem búið að vera viðvarandi ástand síðan ég man eftir mér. Maður veltir fyrir sér hvaðan peningarnir koma og hversu lengi slíkt ástand getur gengið. Miklar virkjanaframkvæmdir hafa aukið hallann mjög síðustu ár en nú ætti að draga úr því og dæmið ætti að geta snúist við.

Aukin álframleiðsla hjálpar þar til. Aukin verðmæti sjávarafurða gera það líka. Hins vegar hefur niðurskurður í kvóta, bæði í loðnu og þorski, neikvæð áhrif.

Almennt neyslutripp hefur líka sitt að segja.

Nú þyrfti að mínu mati að draga saman í innflutningnum. Við ættum að skoða þau spil sem eru á hendi, og spila úr þeim. Hvetja þarf til sparnaðar og aðhalds. Miklar framkvæmdir ættu helst aðeins að fara fram á svæðum þar sem hagvöxtur hefur verið lítill sem enginn og miða að auknum útflutningsverðmætum.

Olíuhreinsistöð í Arnarfirði er þar góður kostur, þar sem frumkvæði heimamanna skiptir öllu.

Ég er af gamla skólanum. Eyðsla umfram það sem aflað er getur ekki gengið lengi. Góður maður sem ég þekkti sagði að eina leiðin til að hækka kaup fólks þannig að raunveruleg kaupmáttaraukning yrði, væri aukin verðmætasköpun í þjóðfélaginu. Það er bara svo einfalt. Peningarnir vaxa ekki á trjánum.


mbl.is Vöruskiptahallinn eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband