Færsluflokkur: Bloggar
28.1.2009 | 12:07
Innflutningur þingmannsefna
Þegar menn sjá að of langt sé á toppinn í einum flokki færa þeir sig einfaldlega um set yfir í aðra flokka og nú í annað kjördæmi. Í Norðvesturkjördæmi er hellingur af frambærilegu fólki til að fara í framboð, sem hefur mun meiri skilning á kjördæminu en innflutt þingmannsefni.
Ég býð hann samt sem áður velkominn í slaginn og hlakka til að sjá hvernig hann mun snúa sig út úr einbeittum vilja sínum til inngöngu í Evrópusambandið, flugvallarmálinu ofl.
,,Endurnýjunin" er greinilega hafin. Spurning hverjir fleiri synir og erfðaprinsar en Guðmundur og nýkjörinn formaður Framsóknar ætla að vera andlit hins ,,Nýja" Framsóknarflokks.
Guðmundur: Stefnir á fyrsta sætið í NV-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2009 | 22:45
Framsókn og framsýnin
Á flokksþingi voru höfum vér samþykkt eftirfarandi:
1. Vér lýsum því yfir að vér viljum að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Það verði þó eingöngu gert með þeim skilyrðum að Íslendingar haldi óskoruðum yfirráðum yfir auðlindum til lands og sjávar og ófrávíkjanlegar reglur Evrópusambandsins gildi ekki um oss.
2. Í sama anda leyfum vér oss að lýsa því yfir, að vér viljum að hætt verði opinberum stuðningi við sauðfjárrækt. Það eigi þó eingöngu við um það sauðfé sem hvorki bítur gras né jarmar.
3. Vér lýsum yfir fullum stuðningi við þá yfirlýsingu formanns vors, að engin þjóð geti haldið úti minnsta gjaldmiðli í heimi. Teljum vér því óhjákvæmilegt að minnsti gjaldmiðill í heimi, hver sem hann er, verði þegar lagður niður. Sá gjaldmiðill, sem þá verði minnstur, verði lagður niður daginn eftir, og þannig koll af kolli, með vísan til setningarræðu formanns vors. Þegar enginn gjaldmiðill verður eftir, sem sá minnsti í heimi, leyfum vér oss að benda á að kaupfélögin taka við vöruinnleggi alla virka daga milli eitt og tvö.
4. Að endingu vekjum vér athygli á réttmætri ábendingu formanns vors, sem í setningarræðu sinni benti á að vér framsóknarmenn leiddum ríkisstjórn þegar hafist var handa um gerð EES-samningsins. Er samningurinn oss að þakka, en ekki þeim flokkum sem reyndu að stela heiðri þeim með því að greiða atkvæði með samningnum, sem vér, af framsýni vorri, gerðum ekki.
Gjört í Reykjavík, 16. janúar 2008,
fyrir hönd Framsóknarflokksins,
Annar hver formannsframbjóðandi.
Sigmundur kjörinn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2009 | 14:04
Framsóknarflokkur
Ég heyrði í fyrradag að Guðmundur Steingrímsson réttlætti aðildarumsókn í ESB með þeim rökum að ESB gengi í raun út á sömu hugsjónir og stefnu eins og Framsóknarflokkurinn.
Það er kannski sannleikskorn í þessu.
Framsóknarflokkurinn er auðvitað þekktur fyrir hreina og skýra stefnu í öllum málaflokkum, sátt og samlyndi og miklar vinsældir.
Eða þannig...
Munum við þá við inngöngu í ESB bara ganga í stóran Framsóknarflokk.
MMMMM....
Niðurstöðu atkvæðagreiðslu beðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2008 | 22:56
Change!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2008 | 23:19
Uppsögn EES???
Þetta frumvarp er sennilega með því vitlausara sem hægt er að leggja fram og ég skil ekki hverju þetta á að skila.... en ég er auðvitað ekki hagfræðimenntaður og á því sennilega ekki að tjá mig um þetta. Á hinu nýja Íslandi eiga aðeins fagmenn að stjórna... er það ekki.
Hinni athugasemdinni hlýt ég þó að mega kasta hér fram:
Er þetta ekki brot á samningnum um Evrópska Efnahagssvæðið? Frjálst flæði fjármagns er eitt af fjórfrelsunum svokölluðu og þarna er um stíflugerð að ræða.
Fjórfrelsið er reyndar það sem Evrópubandalagið byggir á, að minnsta kosti í orði kveðnu. Er EvruBjöggi þá að snúast hugur í sambandi við dásemdir Evrópusambandsins?
Eða vita menn kannski alls ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.
Geta stöðvað gjaldeyrisflutninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2008 | 11:24
Sandkassinn
Kristinn H. Gunnarsson tekur þarna ábyrga afstöðu. Það sem hann segir er þetta:
,,Kristinn gerði grein fyrir atkvæði sínu þannig m.a. að yrði vantrauststillagan samþykkt myndi vinna stjórnvalda færast frá lausn á aðsteðjandi vanda yfir í baráttu um hylli kjósenda. Jafnframt sagði hann að það væri andstætt hagsmunum þjóðarinnar, ef þing yrði rofið nú og boðað til alþingiskosninga."
Nákvæmlega þessu er ég hjartanlega sammála. Barátta um hylli kjósenda, sem byggir á því að sömu kjósendur borgi brúsann er ekki það sem stjórnmálamenn eiga að vera uppteknir við núna. Með því að segja það værum við að segja að stjórnmálamenn væru algerlega ónýtir til þeirrar vinnu sem þeir eiga að fást við. (sem er sjónarmið út af fyrir sig). Það er enginn smá tími og peningar sem fara í kosningabaráttu og vandamál okkar eru ekki svo smávægileg að þeim sé hægt að fresta fram á sumar.
Kristinn er hér trúr sínum skoðunum. Hann var kosinn á þing af ákveðnum kjósendahópi fyrir það að hafa ákveðnar skoðanir. Hvort sem ég er sammála þeim eða ekki er ég sammála því að hann eigi að vera trúr sínum skoðunum.
Jóni Magnússyni er hins vegar meinilla við slíka sjálfstæða hugsun og svo er hitt sem sennilega spilar stærra hlutverk en það er að Jóni er ekkert vel við tilvist Kristins í flokknum og vill fyrir alla muni losna við hann. Þess vegna er þetta sennilega kærkomið tækifæri fyrir Jón að hnýta í Kristinn og hver veit..
kannski er Jón bara hæstánægður með þessa uppátektarsemi Sleggjunnar..
Afstaða Kristins tekin fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2008 | 19:30
Að temja?
Hér er skemmtilega að orði komist. Mun Obama ná að temja Clinton? Til að gæta siðgæðis og velsæmis verður hér ekki farið út í útúrsnúninga af neinu tagi.
Þetta er áhugavert og gæti verið sniðugt trix hjá Obama til að hafa hemil á Clinton í þinginu. Hins vegar gæti þetta líka verið hættulegt. Sé Clinton á einhvern hátt óvinveitt Obama gæti hún gert einhvern óskunda sem myndi trufla starfsferil Obama.
Það er hins vegar gömul og ný speki að maður á að hafa vini sína hjá sér en óvinina ennþá nær.
Ég velti bara fyrir mér hvort einhverjum muni detta í hug að skrifa bók um þennan feril í lífi Clintons eða Obama. Bækur um þau eru orðnar nokkrar.
Þessi gæti heitið ,,Taming of the Shrew" þ.e. ,,Skassið tamið"
Obama að temja Clinton? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2008 | 17:08
Akkúrat
Nú ætla ég ekki að missa mig í árásum á Jón Ásgeir þó svo að það sé freistandi. Það eru nógu margir sem sjá um það og ég reyni hvað ég get að taka ekki þátt í einhverjum múgæsingi. Ef maður dregur aðeins andann og telur upp á tíu, þá sér maður hvað æsingurinn og hitinn eykur bara hættuna á því að mikilvægir þættir málsins alls fari forgörðum og týnist í æsingnum. Þá erum við bara búin að skemma og eyðileggja og höfum lítið í höndunum til mögulegrar rannsóknar og jafnvel saksóknar. Að einangra kraftana við einn mann - hvort sem hann heitir Jón eða Davíð - getur orðið til þess að allir hinir komist undan. Vandamálið er það stórt að það verður engum einum kennt um.
Ég hvet fjölmiðla hins vegar til að halda áfram sínum rannsóknum - það veitir opinberu rannsókninni mjög svo nauðsynlegt aðhald.
Það er hins vegar eitt við þessa frétt sem mér þykir skrítið:
,,Samkvæmt endurskoðun um mitt þetta ár voru hlutabréfin í þremur stærstu fyrirtækjunum metin á 1.200 milljarða íslenskra króna og eigið fé hluthafanna 300 milljarðar króna. Þetta hlutafé getur átt verulegan þátt í því að treysta fjárhagslegan grundvöll íslensku bankanna og þar með íslensks efnahagslífs í náinni framtíð."
Jón talar hér um hlutafé sem er metið um mitt þetta ár. Hvaða fyrirtæki hafa náð að halda sínu verðmæti frá þeim tíma? Þetta hljóta að vera úreltar tölur. Átti hann í Eimskip? Eða Bakkavör?
Hvaða fyrirtæki eru enn jafn sterk og þau voru þá?
Efast um að Davíð eigi við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2008 | 15:08
Táknræn athöfn
Það er mjög táknræn athöfn að ætla að kasta krónunni. Sennilega táknrænna en (euro)kratarnir gera sér grein fyrir.
Á íslensku krónunni eru tákn alls þess sem kastað er ef gengið er inn í Evrópusambandið og tekin upp evra:
Myntin er táknuð með tölunni 1 og kr sem er mynteiningin
Auðlindirnar og fiskimiðin eru táknuð með myndinni af þorskinum
Fullveldi Íslands er táknað með skjaldarmerkinu á bakhliðinni
Krötunum hefur reyndar verið það tamt að hafa lítinn áhuga á fullveldi þjóðarinnar. Strax við stofnun Alþýðuflokksins voru þeir þeir einu sem sýndu fullveldisbaráttunni lítinn áhuga.
Það er áhugaverð spurning hvort fólk á Austurvellinum fái evrur í staðinn fyrir krónurnar sem það kastar, þegar það kastar frá sér fullveldinu, eða hvort það þurfi að skaffa evrurnar sjálft sem það á að taka upp.
Það væri líka táknrænt
Boðið að kasta krónunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.11.2008 | 01:38
Gott
Ég er feginn að tekið var af skarið með þetta. Nýlegar launahækkanir voru miðaðar við bjarta tíma og blóm í haga. Þetta er ábyrg ákvörðun hjá Geir H. Haarde og gefur betri grundvöll til áframhaldandi tiltektar.
Nú væri rétt hjá fyrrverandi borgarstjórunum þremur að afþakka biðlaunapakkann sinn... eða hanga þeir þar eins og hundar á roði?
Óska eftir launalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)