Færsluflokkur: Bloggar
17.4.2009 | 13:06
Ráðþrota stjórnarflokkar
Það er mjög miður að ríkisstjórn Vinstri Grænna og Samfylkingar hafi eytt tímanum í málefni sem koma efnahagsvandræðum okkar akkúrat ekkert við. Maður hefði varla trúað því þegar þeir tóku við og ætluðu að láta verkin tala að vinna þeirra á Alþingi myndi snúast um stjórnarskrárbreytingar sem engu skipti þótt hefðu verið ræddar eftir 6 mánuði og bann við flengingum (sjálfur er ég á móti flengingum NB.) ofl.
Ég var spurður af hverju ég teldi að bara þessi málefni væru uppi á teningnum og komst að þeirri niðurstöðu að vegna úrræðaleysis stjórnarflokkanna vilja þeir beina kastljósinu á einmitt þessi mál. Af því að þeir ráða ekki við þau mál sem þarf að vera að ræða.
Þeir mega alls ekki við því að kastljósið beinist að þeirra málefnum og málflutningi í kosningabaráttunni því þeir hafa ekkert fram að færa. Þess vegna er þeim mikilvægt að fjölmiðlarnir gefi Sjálfstæðismönnum ekki tækifæri til að tala um hag heimila og fyrirtækja, þau málefni sem skipta raunverulegu máli.
Þeir ætla að keyra sína kosningabaráttu ókeypis.
Kjósendur hljóta að sjá að ef þeir ætla að ,,refsa" Sjálfstæðisflokknum með því að gefa núverandi minnihlutastjórn atkvæði sitt, þá eru þeir að refsa sér sjálfum.
Harðar deilur á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2009 | 00:22
Þakkir
Eftir góðan prófkjörsdag er ekki annað að gera en að kasta mæðinni - líta á háskólapóstinn og undirbúa verkefnavinnu sem hefur setið á hakanum síðustu daga (en skilafrestir nálgast óðfluga), og halla sér svo á koddann og bíða morgunsins.
Það verður ekki byrjað að telja atkvæðin fyrr en kl. 9 í fyrramálið og því veit maður í raun akkúrat ekki neitt.
Fyrrum háseti minn kenndi mér mikilvæga lífsspeki: Þegar búið er að leggja línurnar og maður fer að taka fiskinn inn fyrir, þá fær maður hvorki meira né minna en það sem guð gefur manni. Og maður verður bara að vera ánægður með það. Ekki breytist það við óánægjuna. AMK ekki til batnaðar.
Ég vil bara þakka öllu því góða fólki sem hjálpaði mér í dag. Ekki síst blessuðum konunum sem halda heiðri Snæfellinga á lofti með sínum Hnallþórum og Stríðstertum undir Jökli. Kosningakaffi í Snæfellsbæ er einfaldlega engu líkt!
Takk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2009 | 23:10
Síðustu metrarnir
Nú er prófkjörsbaráttan að enda og við tekur snörp kosningabarátta. Þessir dagar sem hafa farið í prófkjörið hafa án efa verið okkur öllum, prófkjörsframbjóðendunum, hollir og við höfum náð að kynnast kjördæminu okkar vel og vonandi náð að kynna okkur vel fyrir íbúum þess.
Hvernig sem allt fer er þetta búið að vera bæði fróðlegt og gaman og það er ekki síst gleðilegt hversu samstæður og góður hópur þetta er sem berst fyrir sæti á listanum. Listinn verður góður og mjög frambærilegur.
Nú er bara að spýta í lófana og berjast.
Hér koma svo nokkrar fundarmyndir:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2009 | 23:41
Skyndistefnumót á Sauðárkróki
Í fyrrakvöld var sameiginlegi fundur okkar frambjóðenda á Sauðárkróki haldinn. Eins og á Ísafirði var hann með svokölluðu skyndistefnumótasniði. Fundurinn heppnaðist mjög vel og ég held að þetta fundarform sé hægt að nýta vel, bæði í kosningabaráttu en ekki síður á borgarafundum sveitarstjórnarmanna og ég væri spenntur fyrir því að það yrði prófað í Snæfellsbæ.
Á yfirreið minni um svæðið fyrir norðan var mér allsstaðar vel tekið og þarna eru greinilega höfðingjar heim að sækja.
Hér fylgja nokkrar myndir af fundinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2009 | 21:06
Ísafjarðarfundur
Ég var á ferðinni um norðurhelming Vestfjarða síðustu tvo daga. Sameiginlegur framboðsfundur prófkjörsframbjóðenda var á laugardeginum og heppnaðist mjög vel að mínu mati. Fundurinn var með svokölluðu ,,skyndistefnumóta" fyrirkomulagi þar sem hver frambjóðandi hefur 5 mínútur við hvert borð og það má eiginlega segja að þarna hafi maður haldið amk 10 stutta fundi.
Þetta var skemmtilegt og gagnlegt.
Hér eru nokkrar myndir frá fundinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2009 | 23:40
Prófkjörsvefur
Nú eru komnar upplýsingar og myndbönd á prófkjörsvef Sjálfstæðisflokksins.
Hægt er að komast inn á undirsíðuna mína HÉRNA
Ég mun reyna að halda henni eins vel uppfærðri eins og mér er unnt, m.a. veita upplýsingar hvar ég er og verð á ferðinni, setja inn greinar og hugmyndir.
Vonandi nýtist hún vel þeim sem áhugasamir eru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2009 | 22:32
Um miðstýringu frá miðbæ Reykjavíkur
Það er undarlegt að á meðan rætt er um mikilvægi markvissrar og árangursríkrar byggðastefnu er aftur og aftur reynt að auka á samþjöppun valds og útþenslu ríkisbáknsins í Reykjavík.
Nú eru uppi hugmyndir í Menntamálaráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur um sameiningu Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands. Það myndi þýða að yfirstjórn Landbúnaðarháskólans yrði í Vatnsmýrinni. Fjölgun opinberra starfa í Reykjavík en fækkun í Norðvesturkjördæmi. Slík sameining yrði til þess að Hvanneyri yrði eins konar ósjálfstæð útstöð og hætt væri við að hún missti brátt það frumkvæði og kraft sem hefur einkennt Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Ég tel mig knúinn til að vara við aukinni miðstýringu.
Ég hef öðlast vissa reynslu af sjálfstæðum stofnunum á háskólastigi. Ég er stjórnarformaður Varar, sjálfstæðs rannsóknarseturs um lífríki sjávar og er einn af stofnendunum. Að koma slíkri stofnun á legg hefur alls ekki verið einfalt mál en hefur lánast ekki síst fyrir tilstilli dugmikils forstöðumanns, Erlu Bjarkar Örnólfsdóttur og góðs starfsfólks. Það þarf samt svo sannarlega að gera vissar breytingar til að auðvelda sjálfstæði slíkra stofnana frá ríkisvaldinu. Tilvist Varar hefur leyst úr læðingi gríðarlegan kraft, fjölgað störfum á háskólastigi innan kjördæmisins og rannsóknirnar sem þar eru stundaðar hafa mjög mikla þýðingu fyrir sjávarútveginn og vísindastarfið í heild sinni. Það er ekki síst að þakka staðsetningunni, á Snæfellsnesi í algeru návígi við viðfangsefnið, hafið en í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborginni. Með slíkum, sjálfstæðum, einingum næst að virkja frumkvæði fólks og sköpunarkraft og það er einmitt það sem mest á ríður á Íslandi í dag.
Að gera Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri að Landbúnaðarháskóla í Vatnsmýrinni með starfstöð á Hvanneyri væri stórt skref í alranga átt og ég vara eindregið við því.
Það er í raun með miklum ólíkindum að þensla ríkisbáknsins skuli alltaf þurfa að vera á höfuðborgarsvæðinu og mætti segja mér að ágætis ráð til að hemja þá útþenslu væri að skilyrða hana við landsbyggðina. Það myndi slá tvær flugur í sama högginu: draga úr þenslu ríkisvaldsins og væri varnarleikur í byggðaþróuninnni.
En ágætis byrjun væri þó að hætta að færa störf frá okkur og til Reykjavíkur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2009 | 23:12
Framboðsyfirlýsing
Ég gef kost á mér í 3 5 sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í NV kjördæmi í komandi prófkjöri. Ég er 33ja ára gamall, fæddur og uppalinn í kjördæminu og á heima í Snæfellsbæ.
Ég hef unnið sem sjómaður mestan hluta ævinnar, stunda nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hef góða innsýn í hagsmunamál kjördæmisins.
Síðustu árin hef ég öðlast töluverða reynslu af samfélagsmálum, meðal annars sem formaður atvinnu og ferðamálanefndar Snæfellsbæjar, sem formaður skólanefndar Snæfellsbæjar og sem formaður Héraðsnefndar Snæfellinga. Einnig hef ég unnið mikið á vegum Sjálfstæðisflokksins og sit meðal annars í miðstjórn flokksins sem fulltrúi af Landsfundi og er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Snæfellsbæ.
Ég mun beita mér fyrir uppbyggingu atvinnulífsins og standa vörð um að ekki verði vegið að rekstrarumhverfi fyrirtækja og heimila. Alls ekki má standa í vegi fyrir sjálfsbjargarviðleitni fólks og sveitarfélaga í kjördæminu, heldur hlúa að henni með ráðum og dáð.
Á stjórnmálasviðinu vil ég beita mér fyrir bættu sambandi milli kjörinna fulltrúa og kjósenda í kjördæminu. Þingmenn mega ekki gleyma umboðsmannshlutverki sínu á þinginu gagnvart kjósendum heldur rækta það af auðmýkt, heiðarleika og hógværð.
Auka verður gagnsæi og siðferði bæði í efnahagslífinu og í stjórnmálum.
Sjálfstæðisflokkurinn á að vera í broddi fylkingar hvað varðar óaðfinnanleg og öguð vinnubrögð í opinberum málum og meðferð á opinberu fé. Hreint mannorð verður að vera einkunnarorð okkar.
Hægt verður að skrá sig inn á kjörskrána til 21. febrúar en eftir það verður henni lokað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.2.2009 | 17:12
Í þá gömlu góðu daga...
Þær eru ekki lengi að byrja aftur pólitísku ráðningarnar. Er þetta ekki svolítið ,,eightees"?
Það verður fróðlegt að vita hvernig framhaldið verður.
Ásmundur bankastjóri um tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2009 | 01:14
Deja vu
Ekki er búið að sýna hvernig eigi að uppfylla skilyrði Framsóknarflokks. Samfylkingunni finnst það nú bara argasta frekja hjá Framsókn að óska eftir einhverju raunverulegu.
Ekki er búið að klára að gera verkáætlun þá sem Framsóknarmenn óskuðu eftir... í raun veit enginn hvað á að gera og þaðan af síður hvernig eigi að gera það.
Þetta minnir óhugnanlega mikið á Tjarnarkvartettinn svokallaða, sem hafði enga stefnuskrá af því í raun þurfti ekkert plan.
Vinstri Grænir öskruðu á lausnir ekki seinna en STRAX, og tókst það ótrúlega - að telja lygilega mörgum trú um að það væru til lausnir sem myndu virka STRAX. Þeir voru bara ekkert að veifa þeim sjálfir. Nú fara Vinstri grænir sennilega að tala um að það þurfi að ,,RÓA UMRÆÐUNA"... og ég efast um að fjölmiðlarnir allir hlutlausu geri nokkrar athugasemdir við það.
Tjarnarkvartettinn, sem var félagslega þenkjandi meirihluti, hafði enga stefnuskrá - og afrekalistinn var í fullkomnu samræmi við það. En það var allt í lagi....
Þau voru bara svo æðisleg!
Framsókn ver nýja stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)